Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa Anton Guðmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Anton Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar