Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 07:11 Íbúar virða fyrir sér verksumerkin eftir loftárás Ísraela á Gasa borg í gær. AP/Abed Khaled Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent