Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 12:47 Tyrkir hafa beitt sér að því að koma viðræðum á milli aðila frá því að átökin brutust út. epa/Necati Savas Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent