Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 13:00 Hassabis segir aðkallandi að horfa til alþjóðlegrar stefnumörkunar og eftirlits með þróun gervigreindar. epa/Wu Hong Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf. Gervigreind Tækni Google Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf.
Gervigreind Tækni Google Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent