Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 11:28 Barnaherbergi í Nir Oz samfélaginu eftir árás Hamas-liða. Fjórðungur íbúa var myrtur eða þeim rænt. AP/Francisco Seco Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira