Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 08:40 Kerið í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“ Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira