Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 08:40 Kerið í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“ Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira