Dómari hótar að fangelsa Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 16:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Michael M Santiago Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11