Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 08:55 Viktor Orbán, til vinstri, og Vladimír Pútín, til hægri, hittust í Peking í Kína í vikunni. Vísir/EPA Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian. Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Forseti Tékklands, Petr Pavel, segir evrópska leiðtoga ekki mega falla fyrir brögðum forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Það gerir hann tveimur dögum eftir fund Pútín með forseta Ungverjalands, Viktor Orbán, í Peking. Orbán var staddur í Kína á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum forseta landsins. Pavel sagði í yfirlýsingu til breska miðilsins Guardian að það hefði oft sýnt sig að Pútín hitti ekki leiðtoga Evrópu með það að markmiði að ná friði. Petr Pavel segir fund þeirra mikil vonbrigðiVísir/EPA „Það er hægt að ná friði án nokkurra samningaviðræðna ef hann myndi bara láta af árásum sínum og draga herlið sitt út úr Úkraínu,“ sagði Pavel og að eina ástæða fundanna væri að slíta í sundur sameiningu Evrópulanda og lýðræðisríkja. „Við ættum ekki að falla fyrir brögðum hans.“ Forseti Eistlands tók í sama streng í viðtali við Reuters eftir fund Pútín og Orbán og sagði fund þeirra „mjög ógeðfelldan“. Þá gagnrýndi einnig sendiherra Bandaríkjanna í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, fundinn og að forseti landsins hefði ákveðið að hitta mann sem sé ábyrgur fyrir glæpi gegn mannkyninu í Úkraínu. Hungary s leader chooses to stand with a man whose forces are responsible for crimes against humanity in Ukraine, and alone among our Allies. While Russia strikes Ukrainian civilians, Hungary pleads for business deals. pic.twitter.com/Rsjwdm1oUu— Ambassador David Pressman (@USAmbHungary) October 17, 2023 Sendiherra Þýskalands í Ungverjalandi sagði svipaða hluti í færslu á X, áður Twitter, þar sem hún spurði hvort að innrás hans í Úkraínu hefði ekki örugglega verið rædd. So - Putin must end his war of aggression against Ukraine, end the bombardment of civilians, the shelling of schools and hospitals, the kidnapping of children? That was meant and discussed, surely? https://t.co/WTJIIK0FpU— Julia Gross (@GERinHUN) October 17, 2023 Á vef Guardian segir að Orbán hafi í vikunni hitt Pútín og að það þyki nokkuð óvenjulegt fyrir leiðtoga sem tilheyrir bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Orbán sagði eftir fund þeirra að þeir hefðu rætt friðar- og orkumál. Ungverjaland hefur oft verið gagnrýnt fyrir ólýðræðislega tilburði innanlands og utanríkisstefnu sem er mjög vinveitt bæði Kínverjum og Rússum. Utanríkisráðherra landsins, Péter Szijjártó, heimsækir Moskvu reglulega og svo eru margir svekktir yfir því að Ungverjar, og Tyrkir, hafi ekki samþykkt umsókn Svía í NATO. Talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar hefur svarað þessum gagnrýnisröddum og sagði afstöðu Orbán til stríðsins í Úkraínu hafa verið skýra frá upphafi. En að þau tali ávallt fyrir því að eiga í opnu og gagnsæju samtali með það að markmiði að finna friðsamlega lausn að átökunum. Nánar á vef Guardian.
Ungverjaland Tékkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. 6. október 2023 07:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent