Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 16:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum könnunar Gallup á meðal aðildarfyrirtækja og viðhorfshóps Gallup, sem fram fór í mánuðinum. Könnunin var gerð fyrir ársfund atvinnulífsins, sem haldinn er í dag. Könnunin er hluti af liðnum Hvað ber í milli og ber saman svör fyrirtækja og almennings við sömu spurningum. Þar er spurt um kjarasamninga, svigrúm til launahækkana og hvaða mál eigi að leggja áherslu á, meðal annars. Vilji til að minnka verðbólgu beggja megin borðsins Á meðal atvinnulífs og almennings er mikil samstaða um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndu samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf. Um það bil helmingur beggja hópa nefndu svo sérstaka hækkun lægstu launa umfram almennar launabreytingar sem áhersluatriði í komandi kjarasamningum. Almenningur telur líka lítið svigrúm Meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda. Aftur á móti telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA, eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þegar fólk er beðið um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitenda árið 2024 segir nærri helmingur almennings svigrúmið vera innan við fjögur prósent. Þegar svarendur eru beðnir um að tilgreina nánar hversu mikið svigrúm það telji vera til launahækkana árið 2024 segja 73 prósent aðildarfyrirtækja SA svigrúmið vera innan við 4 prósent, þar af segja 23 prósent svigrúmið vera á bilinu 0 til 0,9 prósent og 21 prósent segir það vera á bilinu 2 til 2,9 prósent. Fáir spenntir fyrir skammtímasamningum Einungis 21,2 prósent almennings og 4,2 prósent aðildarfyrirtækja SA vilja að stefnt verði að skammtímasamningi, sem gildir í tvö ár eða minn. Tæplega helmingur almennings vill að stefnt verði að samningi til þriggja ára eða lengur á meðan rúmlega 80 prósent sama hóps vilja að samið verði til tveggja ára eða lengur. Á meðal aðildarfyrirtækja SA ríkir einnig mikill vilji til langtímasamninga, en þar vilja 80 prósent svarenda að samið verði til þriggja ára eða lengur. Þegar horft er til tveggja ára eða lengur eykst hlutfallið í tæp 96 prósent á meðal aðildarfyrirtækja SA.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. 19. október 2023 14:01