Musk íhugar að loka á X í Evrópu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 23:23 Elon Musk er sagður hafa fengið sig fullsaddan á Evrópusambandinu EPA Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins. Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg. Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg.
Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira