Sviptingar gegn ofbeldismenningu á vinnumarkaði Sunna Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:02 Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Vinnustaðurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar