Grímur viðurkennir mistök lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 18:09 Grímur Grímsson segir þó að niðurstaða málsins sé óbreytt. Vísir/Arnar Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar. Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar.
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira