Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2023 10:30 Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun