Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2023 06:38 Hópar söfnuðust saman til að mótmæla við sendiráð og skrifstofur í Beirút í Líbanon. AP/Bilal Hussein Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Sjá meira
Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Sjá meira