„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2023 10:11 Palestínumenn bera fólk út úr húsarústum. AP Photo/Mohammed Dahman Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. „Að mörgu leyti er það sem gerðist fyrir viku síðan nýr kafli fyrir þetta svæði og algerlega ný staða komin upp,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sagnfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum og helsti sérfræðingur Íslendinga um málefni Mið-Austurlanda. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að breyta ásýnd Mið-Austurlanda. Magnús segir þessi orð benda til þess að Ísraelsmenn ætli að svara Hamas fullum hálsi og einbeita sér aftur meira að vandamálum heima fyrir en ekki að samskiptum við Íran, Sýrland og fleiri nágrannaríki. „Þeir ætla þannig að koma í veg fyrir að þessi ógn sé á Gasaströndinni og binda endi á þennan kafla í deilu Ísraela og Palestínumanna,“ segir Magnús. Kom á óvart hversu vel árás Hamas tókst Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að Hamas hafi ráðist inn í Ísrael og hörð viðbrögð Ísrael heldur ekki hafa komið á óvart. „Það sem hins vegar kom mér á óvart var umfangið og að í þessari upphaflega árás Hamas hafi þeir náð eins langt og þeir náðu og hvað þeir virtust þekkja vel varnarkerfi Ísraela. Þeir vissu nákvæmlega hvar njósnahreiður og -stöðvar voru og fór gagngert þangað, vissu nákvæmlega hvernig ætti að beita sínum mönnum á mjög skipulagðan hátt,“ segir Magnús. Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda.Vísir/HAG „Ég met þetta þannig að þetta var tilraun Hamas til að koma af stað þessum átökum. Tilgangur hryðjuverka er að vekja athygli á sínum málstað en þetta er líka taktískt, þeir vilja tæla Ísraela þarna inn, þeir vilja leggja þessa gildru, þeir vilja vera málstað Palestínumanna eitthvað sem ekki hægt að hundsa heldur eitthvað sem þarf að leysa með einum eða öðrum hætti. Það mun eitthvað koma út úr þessu, við vitum ekki enn þá hvað það er. Það að þetta gerðist kom mér ekki á óvart en umfangið kom mér verulega á óvart.“ Síðan á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa Palestínumenn verið mjög einangraðir í frelsisbaráttu sinni en á fyrri hluta síðustu aldar nutu þeir mikils stuðnings annarra Arabaríkja. „Það sem Hamas er að gera núna er ein leið til að vekja athygli á málstaðnum og stöðu þeirra sem fólk var búið að gleyma. Það má kannski líka segja að á mörgum þessum stöðum í Mið-Austurlöndum er mikil samúð meðal almennings með Palestínumönnum en að sjálfsögðu fylgja oft stefnumál ríkisstjórna ekki vilja og áhuga almennings,“ segir Magnús. Útbreiðsla átakanna ráðist á hvort ráðist verði inn á Gasa landleiðina Frá því að stríð braust út á Gasa hafa íbúar Arabaríkjanna komið saman á fjölmennum fundum til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Því lengur sem átökin dragast og því meiri blóðsúthellingar verða á Gasa þeim mun líklegri séu nágrannalöndin að hans mati til að láta til skarar skríða. „Þetta mun þar af leiðandi setja mjög mikla pressu á ríkisstjórnir þessara landa að gera eitthvað í þessum málum og láta til skarar skríða með einhverjum hætti. Enda mun þetta líka hafa gríðarleg áhrif á þessi lönd, ekki bara með hugsanlegum flóttamannastraumi til Egyptalands, heldur líka á Líbanon, sama hvort Ísraelar fara eitthvað að beita sér þar. Ísraelar hafa þegar ráðist á svæði í Sýrlandi og það er spurning hvort Sýrlendingar ætli að taka þátt í þessum átökum. Síðan að lokum veldur þetta spennu í Jórdaníu þar sem stór hluti Jórdaníubúa eru Palestínumenn.“ Egyptar bíða þess að geta sent Gasabúum mannúðaraðstoð. Að þeirra sögn eru landamærin opin Egyptalands-megin en vandræðin felast í því að ófært er um þau Gasa-megin vegna loftárása Ísrael í síðustu viku.Getty/Mahmoud Khaled Miklar áhyggjur hafa verið uppi um hvort átökin breiðist út um Mið-Austurlönd og þegar hafa Hezbollah í Líbanon og vígasveitir í Sýrlandi blandast inn í átökin á norðurlandamærum Ísrael. Magnús segir útbreiðslu átakanna velta á því hvort Ísrael ráðist landleiðina inn á Gasaströndina. „Ástæðan fyrir því að það er möguleiki að svo verði ekki er að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, hefur verið að ferðast um Mið-Austurlönd og kom aftur til Ísrael í gær. Í fyrradag var Biden forseti svo með yfirlýsingu þar sem hann sagði að innrás á Gasa væri varhugaverð – eitthvað sem þyrfti að hugsa sig tvisvar um,“ segir Magnús „En ef við gefum okkur að svo verði og þeir fari þarna inn þá verður þetta þvílíkt blóðbað og mikil eyðilegging bæði meðal Palestínumanna en líka Ísraelsmanna. Þá verður þetta ekki bara „ein aðgerð“ heldur þá mun fara keðjuverkun af stað.“ Stórveldi muni nýta sér tómarúmið Hann telur þá líklegt að þeir Palestínumenn, sem eru með ísraelskan ríkisborgararétt og eru um 25 prósent Ísraela, muni ókyrrast og sömuleiðis Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jórdaníu. „Þetta eru nokkur svæði sem eru mjög viðkvæm og eldfim nú þegar. Þegar þetta magnast frekar upp að sjálfsögðu mun fólk ekki bara fylgjast með þessu á sjónvarpsskjánum, það mun vilja taka til hendinni. Svo eru ríki sem eru aðeins fjær, eins og Tyrkland, Sádi-Arabía, Íran, Persaflóaríkin. Hvernig ætla þau að reyna að vega og meta þessa stöðu og koma í veg fyrir að þetta breiðist út til þeirra? Þar af leiðandi er kannski ekkert ólíklegt að þeir reyni að beita sér pólitískt eða með vopnastuðningi og þess háttar,“ segir Magnús og bætir við að ef úr þessari sviðsmynd verður sé ekki ólíklegt að stórveldi á borð við Rússland, Kína, Bandaríkin og jafnvel Indland muni nýta sér krísuna til að tryggja sína hagsmuni á svæðinu. Hér fyrir neðan má horfa á umfjöllun fréttastofu Sky um stöðuna á Gasaströndinni í dag. Klippa: Minnst 2.800 verið drepnir á Gasaströndinni „Það er spurning hvort þau muni reyna að nýta sér þetta tómarúm og þennan nýja veruleika í Ísrael. Ástæðan fyrir því að við höfum svona miklar áhyggjur af þessum deilum og höfum alltaf haft er að þetta snýst ekki bara um þessar tvær þjóðir heldur eru svo margir sem telja að þessar þjóðir og þessi átök séu birtingarmynd einhvers stærra. Við vitum ekki alveg hvers konar öfl þetta mun núna virkja.“ Vestræn ríki hafa lýst yfir miklum stuðningi við Ísrael undanfarna viku en Magnús segir þann stuðning ekki endilega óþrjótandi. „Það er spurning hver þolinmæðin er. Hvenær þetta græna ljós sem Ísrael virðist hafa fengið, hvenær það breytist í gult ljós og rautt ljós. Við sjáum að um helgina voru mjög víða í Evrópu fjölmenn mótmæli og það voru sambærileg mótmæli hér í Bandaríkjunum, þó ekki eins fjölmenn,“ segir Magnús. „Ef þetta magnast á Gasaströndinni og mannfallið verður meira er spurning hvort ljósið breytist í gult og hvað muni gera það. Verða það þessi mótmæli, verða það myndirnar sem við sjáum eða verður það mannfallið sem verður óhjákvæmilega á næstu dögum?“ Kemur ekki á óvart að Hamas sé líkt við nasista Síðustu daga hafa ráðamenn í Ísrael hert verulega orðræðu sína um stríðið og Hamas og eru nú farin að líka Hamas við nasista. Kemur þessi orðræða á óvart? „Nei, því miður ekki af því að þessi ríkisstjórn sem hefur verið við lýði í Ísrael síðustu ár einkennist mjög af aðilum sem taka mjög skýra afstöðu til þessara mála og eru ekki á tveggja ríkja lausna línunni og líta ekki á málstað Palestínumanna sem lögmætan málstað heldur ógn við þá og þeirra málstað. Þeir líta á þetta sem annað hvort eða, annað hvort eru það við eða þeir og þar af leiðandi tala þeir um þetta með þessum hætti,“ segir Magnús. Á þriðja þúsund hið minnsta hafa fallið í árásum á Gasa síðustu tíu daga.Getty/Ahmad Hasaballah „Þeir telja líka að sérhver sá málstaður sem gagnrýnir Ísrael sé árás á hugmyndina um Ísrael og ógn við tilvist Ísrael. Tilgangurinn með stofnun Ísrael var að tryggja öryggi og vinna gegn Gyðingahatri. Þar af leiðandi líta þeir svo á að sérhver ógn við Ísrael, sama hversu smá hún er, sé spurning um grundvallaröryggi þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa verið að tala með þessum hætti síðustu ár. Þess vegna kemur ekki á óvart að á stríðstímum skuli svona áróður magnast enn frekar.“ Tveggja ríkja lausnin ekki lengur í myndinni Hann hefur litla trú á að eitthvað verði úr tveggja ríkja lausninni sem lagt var upp með Oslóarsamkomulaginu 1993 og 1994. Sú lausn hafi ekki leitt til góðs enda hafi hluti af vandamálinu verið sá að tilgangur samkomulagsins var ekki endilega stofnun tveggja ríkja, þar sem gert hafi verið ráð fyrir valdamisjafnvægi með samkomulaginu. „Er önnur útfærsla af tveggja ríkja lausninni möguleg? Hugsanlega. Það er erfitt að sjá - þegar maður sér hvar fólk býr - hvernig það myndi líta út. Þess vegna eru margir að tala um eitt ríki af því að tveggja ríkja lausnin sem fólk er búið að reyna við síðust 40 ár hefur ekki gefið neitt gott af sér hvorki fyrir Ísrael né Palestínu,“ segir Magnús. Nærri hálf milljón manna hefur misst heimili sín á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins. Þá hafa minnst 600 þúsund flúið heimili sín vegna hótana Ísraelsmanna um að ráðast á heimili þeirra. Getty/Ahmad Hasaballah „Kannski er best að reyna á einhverja sambandsríkjalausn: Hafa þetta eins og Sviss eða Kanada þar sem eru margar þjóðir innan eins ríkis. Það er kannski ein leið en það hefur mörg vandamál einnig og það er ekki mjög augljóst hvernig það yrði. Það er ekkert endilega lausnin.“ Þá telur hann alls ekki alla í Ísrael ánægða með framgöngu stjórnvalda gangvart Palestínumönnum, enda hafi þar verið mikil mótmæli í sumar og haust. „Í kjölfarið á þessari deilu mun kannski fara af stað mjög opinská og erfið umræða innan Ísrael um hverjir eigi að stjórna landinu, í hverju öryggi felst, hvað er best til að halda uppi öryggi, hvers konar land það er, hvers konar lagakerfi, hvers konar landamæri. Þar af leiðandi munum við sjá enn frekari deilur innan Ísrael um þetta af því að það á eftir að koma margt í ljós hvað varðar hvað brást í þessari árás,“ segir Magnús. Skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Hann efast þá að Ísraelsmenn muni ná fullri stjórn á Gasaströndinni og veltir fyrir sér hvað Ísraelar hafi í huga fyrir svæðið nái þeir stjórn á því. „Alveg eins og það var mjög auðvelt fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Írak, það tók ekki nema þrjár vikur að komast til Bagdad en hvað gerðist eftir að þeir náðu stjórn í Írak, eftir að þeir hernámu landið? Þá fyrst hófust erfiðleikarnir og þá fyrst komu líkpokarnir heim, þá fyrst sáum við í raun og veru hversu erfitt þetta verkefni var. Kannski, ég er ekki að segja að það muni gerast, en kannski er það sama uppi á teningnum núna og þá mun það valda mikilli spennu og deilum í Ísrael.“ Meira en þúsund börn hafa verið drepin í árásum Ísraela á Gasaströndina.Getty/Ahmad Hasaballah Ertu sammála að það séu þjóðernishreinsanir á Gasa? „Ef við lítum svo á að þjóðernishreinsun sé aðgerð þar sem ráðist er á saklausa borgara, innviði, stofnanir eins og spítala og trúarbyggingar, skóla og þess háttar og þar sem börn, gamalmenni og þeir sem eru ekki hermenn eru í miklum meirihluta dáinna og ráðist er á gagngert til að vekja upp ótta og hræðslu og til að fólk yfirgefi svæðin sín þá er það hjá flestum skólabókardæmi um hvernig þjóðernishreinsun fer fram,“ segir Magnús. „Þar sem ráðist er á hver þú ert frekar en að þú sért hermaður eða fulltrúi einhvers afls og það að gera svona allsherjarárás á mjög þéttbýlt svæði. Að sjálfsögðu ber þetta þess merki.“ „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn“ En hvert er framhaldið á Gasaströndinni? „Það er mögulegt að Ísrael muni ná uppsettu markmiði að binda endi á Hamas-samtökin eins og við þekkjum þau nú. En munu þeir binda endi á málstaðinn? Svo sannarlega ekki. Þá mun bara koma fram ný hreyfing þannig að þetta er ekki besta leiðin til að koma í veg fyrir átök að sjálfsögðu. Og við höfum séð í gegn um tíðina að þú kemur ekki í veg fyrir framtíðardeilur með þessum hætti,“ segir Magnús. „Þetta mun bara breyta aðeins áherslum og það mun koma fram ný hreyfing, nýjar áherslur, ný elíta sem mun taka tíma til að safna liði og byggja upp. Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn.“ Nú sé bara tvennt í stöðunni fyrir Ísrael. Annars vegar að viðurkenna tilvist Palestínumanna og gera þeim kleift að hafa sjálfstætt ríki eða að halda áfram á þeirri vegferð sem þeir hafa verið á síðustu átta áratugi. Hann segir Ísraelsmenn þurfa að spyrja sig nokkurra spurninga til að ákveða framhaldið. „Hvað er, þegar til lengri tíma litið, Ísraelsmönnum í hag og hvað tryggir öryggi Ísraela meira í framtíðinni? Er þetta eitthvað sem þeir taka mið af, er þetta bara risk management? Að endrum og eins að þúsundir af borgurum Ísraels deyja og það er eitthvað sem þau eru búin að gúddera, þennan fórnarkostnað? Hver eru þolmörkin? Ég veit ekki hvort þeir eru með einhverja tölu í huga en það er ekki hægt að hafa þessa stöðu til frambúðar.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Helförin á Gaza Að breyta Gaza í útrýmingarbúðir með því að loka fyrir lífsnauðsynjar m.a. vatn, matvæli og lyf til 2,3 milljóna manns, og grafa þúsundir óbreyttra borgara undir sprengjurústum og kæfa til dauða eða svelta í hel, er jafn ómannúðlegt og að senda milljónir manna í gasklefana. 16. október 2023 12:00 Misvísandi fréttir um opnun landamæranna milli Gasa og Egyptalands Rafah-landamærin milli Gasa og Egyptalands verða opnuð aftur nú í morgunsárið til að hleypa mannúðaraðstoð inn til Gasa. Frá þessu greindi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands. 16. október 2023 07:04 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
„Að mörgu leyti er það sem gerðist fyrir viku síðan nýr kafli fyrir þetta svæði og algerlega ný staða komin upp,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sagnfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum og helsti sérfræðingur Íslendinga um málefni Mið-Austurlanda. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að breyta ásýnd Mið-Austurlanda. Magnús segir þessi orð benda til þess að Ísraelsmenn ætli að svara Hamas fullum hálsi og einbeita sér aftur meira að vandamálum heima fyrir en ekki að samskiptum við Íran, Sýrland og fleiri nágrannaríki. „Þeir ætla þannig að koma í veg fyrir að þessi ógn sé á Gasaströndinni og binda endi á þennan kafla í deilu Ísraela og Palestínumanna,“ segir Magnús. Kom á óvart hversu vel árás Hamas tókst Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að Hamas hafi ráðist inn í Ísrael og hörð viðbrögð Ísrael heldur ekki hafa komið á óvart. „Það sem hins vegar kom mér á óvart var umfangið og að í þessari upphaflega árás Hamas hafi þeir náð eins langt og þeir náðu og hvað þeir virtust þekkja vel varnarkerfi Ísraela. Þeir vissu nákvæmlega hvar njósnahreiður og -stöðvar voru og fór gagngert þangað, vissu nákvæmlega hvernig ætti að beita sínum mönnum á mjög skipulagðan hátt,“ segir Magnús. Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda.Vísir/HAG „Ég met þetta þannig að þetta var tilraun Hamas til að koma af stað þessum átökum. Tilgangur hryðjuverka er að vekja athygli á sínum málstað en þetta er líka taktískt, þeir vilja tæla Ísraela þarna inn, þeir vilja leggja þessa gildru, þeir vilja vera málstað Palestínumanna eitthvað sem ekki hægt að hundsa heldur eitthvað sem þarf að leysa með einum eða öðrum hætti. Það mun eitthvað koma út úr þessu, við vitum ekki enn þá hvað það er. Það að þetta gerðist kom mér ekki á óvart en umfangið kom mér verulega á óvart.“ Síðan á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa Palestínumenn verið mjög einangraðir í frelsisbaráttu sinni en á fyrri hluta síðustu aldar nutu þeir mikils stuðnings annarra Arabaríkja. „Það sem Hamas er að gera núna er ein leið til að vekja athygli á málstaðnum og stöðu þeirra sem fólk var búið að gleyma. Það má kannski líka segja að á mörgum þessum stöðum í Mið-Austurlöndum er mikil samúð meðal almennings með Palestínumönnum en að sjálfsögðu fylgja oft stefnumál ríkisstjórna ekki vilja og áhuga almennings,“ segir Magnús. Útbreiðsla átakanna ráðist á hvort ráðist verði inn á Gasa landleiðina Frá því að stríð braust út á Gasa hafa íbúar Arabaríkjanna komið saman á fjölmennum fundum til að sýna Palestínumönnum samstöðu. Því lengur sem átökin dragast og því meiri blóðsúthellingar verða á Gasa þeim mun líklegri séu nágrannalöndin að hans mati til að láta til skarar skríða. „Þetta mun þar af leiðandi setja mjög mikla pressu á ríkisstjórnir þessara landa að gera eitthvað í þessum málum og láta til skarar skríða með einhverjum hætti. Enda mun þetta líka hafa gríðarleg áhrif á þessi lönd, ekki bara með hugsanlegum flóttamannastraumi til Egyptalands, heldur líka á Líbanon, sama hvort Ísraelar fara eitthvað að beita sér þar. Ísraelar hafa þegar ráðist á svæði í Sýrlandi og það er spurning hvort Sýrlendingar ætli að taka þátt í þessum átökum. Síðan að lokum veldur þetta spennu í Jórdaníu þar sem stór hluti Jórdaníubúa eru Palestínumenn.“ Egyptar bíða þess að geta sent Gasabúum mannúðaraðstoð. Að þeirra sögn eru landamærin opin Egyptalands-megin en vandræðin felast í því að ófært er um þau Gasa-megin vegna loftárása Ísrael í síðustu viku.Getty/Mahmoud Khaled Miklar áhyggjur hafa verið uppi um hvort átökin breiðist út um Mið-Austurlönd og þegar hafa Hezbollah í Líbanon og vígasveitir í Sýrlandi blandast inn í átökin á norðurlandamærum Ísrael. Magnús segir útbreiðslu átakanna velta á því hvort Ísrael ráðist landleiðina inn á Gasaströndina. „Ástæðan fyrir því að það er möguleiki að svo verði ekki er að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, hefur verið að ferðast um Mið-Austurlönd og kom aftur til Ísrael í gær. Í fyrradag var Biden forseti svo með yfirlýsingu þar sem hann sagði að innrás á Gasa væri varhugaverð – eitthvað sem þyrfti að hugsa sig tvisvar um,“ segir Magnús „En ef við gefum okkur að svo verði og þeir fari þarna inn þá verður þetta þvílíkt blóðbað og mikil eyðilegging bæði meðal Palestínumanna en líka Ísraelsmanna. Þá verður þetta ekki bara „ein aðgerð“ heldur þá mun fara keðjuverkun af stað.“ Stórveldi muni nýta sér tómarúmið Hann telur þá líklegt að þeir Palestínumenn, sem eru með ísraelskan ríkisborgararétt og eru um 25 prósent Ísraela, muni ókyrrast og sömuleiðis Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jórdaníu. „Þetta eru nokkur svæði sem eru mjög viðkvæm og eldfim nú þegar. Þegar þetta magnast frekar upp að sjálfsögðu mun fólk ekki bara fylgjast með þessu á sjónvarpsskjánum, það mun vilja taka til hendinni. Svo eru ríki sem eru aðeins fjær, eins og Tyrkland, Sádi-Arabía, Íran, Persaflóaríkin. Hvernig ætla þau að reyna að vega og meta þessa stöðu og koma í veg fyrir að þetta breiðist út til þeirra? Þar af leiðandi er kannski ekkert ólíklegt að þeir reyni að beita sér pólitískt eða með vopnastuðningi og þess háttar,“ segir Magnús og bætir við að ef úr þessari sviðsmynd verður sé ekki ólíklegt að stórveldi á borð við Rússland, Kína, Bandaríkin og jafnvel Indland muni nýta sér krísuna til að tryggja sína hagsmuni á svæðinu. Hér fyrir neðan má horfa á umfjöllun fréttastofu Sky um stöðuna á Gasaströndinni í dag. Klippa: Minnst 2.800 verið drepnir á Gasaströndinni „Það er spurning hvort þau muni reyna að nýta sér þetta tómarúm og þennan nýja veruleika í Ísrael. Ástæðan fyrir því að við höfum svona miklar áhyggjur af þessum deilum og höfum alltaf haft er að þetta snýst ekki bara um þessar tvær þjóðir heldur eru svo margir sem telja að þessar þjóðir og þessi átök séu birtingarmynd einhvers stærra. Við vitum ekki alveg hvers konar öfl þetta mun núna virkja.“ Vestræn ríki hafa lýst yfir miklum stuðningi við Ísrael undanfarna viku en Magnús segir þann stuðning ekki endilega óþrjótandi. „Það er spurning hver þolinmæðin er. Hvenær þetta græna ljós sem Ísrael virðist hafa fengið, hvenær það breytist í gult ljós og rautt ljós. Við sjáum að um helgina voru mjög víða í Evrópu fjölmenn mótmæli og það voru sambærileg mótmæli hér í Bandaríkjunum, þó ekki eins fjölmenn,“ segir Magnús. „Ef þetta magnast á Gasaströndinni og mannfallið verður meira er spurning hvort ljósið breytist í gult og hvað muni gera það. Verða það þessi mótmæli, verða það myndirnar sem við sjáum eða verður það mannfallið sem verður óhjákvæmilega á næstu dögum?“ Kemur ekki á óvart að Hamas sé líkt við nasista Síðustu daga hafa ráðamenn í Ísrael hert verulega orðræðu sína um stríðið og Hamas og eru nú farin að líka Hamas við nasista. Kemur þessi orðræða á óvart? „Nei, því miður ekki af því að þessi ríkisstjórn sem hefur verið við lýði í Ísrael síðustu ár einkennist mjög af aðilum sem taka mjög skýra afstöðu til þessara mála og eru ekki á tveggja ríkja lausna línunni og líta ekki á málstað Palestínumanna sem lögmætan málstað heldur ógn við þá og þeirra málstað. Þeir líta á þetta sem annað hvort eða, annað hvort eru það við eða þeir og þar af leiðandi tala þeir um þetta með þessum hætti,“ segir Magnús. Á þriðja þúsund hið minnsta hafa fallið í árásum á Gasa síðustu tíu daga.Getty/Ahmad Hasaballah „Þeir telja líka að sérhver sá málstaður sem gagnrýnir Ísrael sé árás á hugmyndina um Ísrael og ógn við tilvist Ísrael. Tilgangurinn með stofnun Ísrael var að tryggja öryggi og vinna gegn Gyðingahatri. Þar af leiðandi líta þeir svo á að sérhver ógn við Ísrael, sama hversu smá hún er, sé spurning um grundvallaröryggi þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa verið að tala með þessum hætti síðustu ár. Þess vegna kemur ekki á óvart að á stríðstímum skuli svona áróður magnast enn frekar.“ Tveggja ríkja lausnin ekki lengur í myndinni Hann hefur litla trú á að eitthvað verði úr tveggja ríkja lausninni sem lagt var upp með Oslóarsamkomulaginu 1993 og 1994. Sú lausn hafi ekki leitt til góðs enda hafi hluti af vandamálinu verið sá að tilgangur samkomulagsins var ekki endilega stofnun tveggja ríkja, þar sem gert hafi verið ráð fyrir valdamisjafnvægi með samkomulaginu. „Er önnur útfærsla af tveggja ríkja lausninni möguleg? Hugsanlega. Það er erfitt að sjá - þegar maður sér hvar fólk býr - hvernig það myndi líta út. Þess vegna eru margir að tala um eitt ríki af því að tveggja ríkja lausnin sem fólk er búið að reyna við síðust 40 ár hefur ekki gefið neitt gott af sér hvorki fyrir Ísrael né Palestínu,“ segir Magnús. Nærri hálf milljón manna hefur misst heimili sín á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins. Þá hafa minnst 600 þúsund flúið heimili sín vegna hótana Ísraelsmanna um að ráðast á heimili þeirra. Getty/Ahmad Hasaballah „Kannski er best að reyna á einhverja sambandsríkjalausn: Hafa þetta eins og Sviss eða Kanada þar sem eru margar þjóðir innan eins ríkis. Það er kannski ein leið en það hefur mörg vandamál einnig og það er ekki mjög augljóst hvernig það yrði. Það er ekkert endilega lausnin.“ Þá telur hann alls ekki alla í Ísrael ánægða með framgöngu stjórnvalda gangvart Palestínumönnum, enda hafi þar verið mikil mótmæli í sumar og haust. „Í kjölfarið á þessari deilu mun kannski fara af stað mjög opinská og erfið umræða innan Ísrael um hverjir eigi að stjórna landinu, í hverju öryggi felst, hvað er best til að halda uppi öryggi, hvers konar land það er, hvers konar lagakerfi, hvers konar landamæri. Þar af leiðandi munum við sjá enn frekari deilur innan Ísrael um þetta af því að það á eftir að koma margt í ljós hvað varðar hvað brást í þessari árás,“ segir Magnús. Skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Hann efast þá að Ísraelsmenn muni ná fullri stjórn á Gasaströndinni og veltir fyrir sér hvað Ísraelar hafi í huga fyrir svæðið nái þeir stjórn á því. „Alveg eins og það var mjög auðvelt fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Írak, það tók ekki nema þrjár vikur að komast til Bagdad en hvað gerðist eftir að þeir náðu stjórn í Írak, eftir að þeir hernámu landið? Þá fyrst hófust erfiðleikarnir og þá fyrst komu líkpokarnir heim, þá fyrst sáum við í raun og veru hversu erfitt þetta verkefni var. Kannski, ég er ekki að segja að það muni gerast, en kannski er það sama uppi á teningnum núna og þá mun það valda mikilli spennu og deilum í Ísrael.“ Meira en þúsund börn hafa verið drepin í árásum Ísraela á Gasaströndina.Getty/Ahmad Hasaballah Ertu sammála að það séu þjóðernishreinsanir á Gasa? „Ef við lítum svo á að þjóðernishreinsun sé aðgerð þar sem ráðist er á saklausa borgara, innviði, stofnanir eins og spítala og trúarbyggingar, skóla og þess háttar og þar sem börn, gamalmenni og þeir sem eru ekki hermenn eru í miklum meirihluta dáinna og ráðist er á gagngert til að vekja upp ótta og hræðslu og til að fólk yfirgefi svæðin sín þá er það hjá flestum skólabókardæmi um hvernig þjóðernishreinsun fer fram,“ segir Magnús. „Þar sem ráðist er á hver þú ert frekar en að þú sért hermaður eða fulltrúi einhvers afls og það að gera svona allsherjarárás á mjög þéttbýlt svæði. Að sjálfsögðu ber þetta þess merki.“ „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn“ En hvert er framhaldið á Gasaströndinni? „Það er mögulegt að Ísrael muni ná uppsettu markmiði að binda endi á Hamas-samtökin eins og við þekkjum þau nú. En munu þeir binda endi á málstaðinn? Svo sannarlega ekki. Þá mun bara koma fram ný hreyfing þannig að þetta er ekki besta leiðin til að koma í veg fyrir átök að sjálfsögðu. Og við höfum séð í gegn um tíðina að þú kemur ekki í veg fyrir framtíðardeilur með þessum hætti,“ segir Magnús. „Þetta mun bara breyta aðeins áherslum og það mun koma fram ný hreyfing, nýjar áherslur, ný elíta sem mun taka tíma til að safna liði og byggja upp. Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn.“ Nú sé bara tvennt í stöðunni fyrir Ísrael. Annars vegar að viðurkenna tilvist Palestínumanna og gera þeim kleift að hafa sjálfstætt ríki eða að halda áfram á þeirri vegferð sem þeir hafa verið á síðustu átta áratugi. Hann segir Ísraelsmenn þurfa að spyrja sig nokkurra spurninga til að ákveða framhaldið. „Hvað er, þegar til lengri tíma litið, Ísraelsmönnum í hag og hvað tryggir öryggi Ísraela meira í framtíðinni? Er þetta eitthvað sem þeir taka mið af, er þetta bara risk management? Að endrum og eins að þúsundir af borgurum Ísraels deyja og það er eitthvað sem þau eru búin að gúddera, þennan fórnarkostnað? Hver eru þolmörkin? Ég veit ekki hvort þeir eru með einhverja tölu í huga en það er ekki hægt að hafa þessa stöðu til frambúðar.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Helförin á Gaza Að breyta Gaza í útrýmingarbúðir með því að loka fyrir lífsnauðsynjar m.a. vatn, matvæli og lyf til 2,3 milljóna manns, og grafa þúsundir óbreyttra borgara undir sprengjurústum og kæfa til dauða eða svelta í hel, er jafn ómannúðlegt og að senda milljónir manna í gasklefana. 16. október 2023 12:00 Misvísandi fréttir um opnun landamæranna milli Gasa og Egyptalands Rafah-landamærin milli Gasa og Egyptalands verða opnuð aftur nú í morgunsárið til að hleypa mannúðaraðstoð inn til Gasa. Frá þessu greindi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands. 16. október 2023 07:04 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31
Helförin á Gaza Að breyta Gaza í útrýmingarbúðir með því að loka fyrir lífsnauðsynjar m.a. vatn, matvæli og lyf til 2,3 milljóna manns, og grafa þúsundir óbreyttra borgara undir sprengjurústum og kæfa til dauða eða svelta í hel, er jafn ómannúðlegt og að senda milljónir manna í gasklefana. 16. október 2023 12:00
Misvísandi fréttir um opnun landamæranna milli Gasa og Egyptalands Rafah-landamærin milli Gasa og Egyptalands verða opnuð aftur nú í morgunsárið til að hleypa mannúðaraðstoð inn til Gasa. Frá þessu greindi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands. 16. október 2023 07:04