Sigríður og Anton Björn voru á meðal gesta í brúðkaupi Ásdísar Thorlacius Óladóttur leikskólakennari og Ingvars Eysteinssonar sálfræðings. Sigríður birti fallega mynd af þeim Antoni Birni í veislunni.

Sigríður deildi fallegri mynd af nýbökuðum hjónum á Instagram og undir hljómar Ástin og lífið eftir þá Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason.
Sigríður og Anton Björn hafa verið í sambandi um nokkurn tíma. Sigríður er landsmönnum kunn fyrir sinn fagra söng. Anton Björn er lögmaður hjá Altus lögmönnum og gat sér gott orð sem knattspyrnumaður á árum áður. Framarar munu seint gleyma sigurmarki hans gegn Víkingi haustið 1999 þegar Framarar björguðu sér naumlega frá falli.
Hann er sonur Markúsar Arnar Antonssonar fyrrverandi borgar- og útvarpsstjóra.
Sigríður og Anton Björn eiga einn dreng saman, fæddan í september 2021.