Elísa Gróa Steinþórsdóttir og Elís Guðmundsson eiga nú von á sínu fyrsta barni saman. Það tilkynnti parið í dag í afar skemmtilegri tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem þau léku sér að því að bera svipað nafn.
Hamingjuóskunum rignir inn til parsins á samfélagsmiðlum enda mikið gleðiefni.
Elísa og Elís hafa verið saman í nokkur ár og trúlofuð frá því á aðfangadagskvöld árið 2021.
Elísa hefur unnið sem flugfreyja og var kjörin Miss Universe Iceland árið 2021. Hún keppti í kjölfarið í Miss Universe fyrir hönd Íslands í Ísrael árið 2021. Þegar hún vann var hún að keppa um titilinn í sjöunda sinn.