Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 12:22 Ráðherrarnir funduðu í morgun og efndu til blaðamannafundar fyrir stundu. Þessi mynd er hins vegar frá því í mars á þessu ári. epa/Atef Safadi „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Var Austin að ræða getu Bandaríkjamanna til að styðja Ísrael og Úkraínu á sama tíma. „Hamas lét til skarar skríða á sama tíma og alþjóðlegar áskoranir blasa við en Bandaríkin eru öflugasta ríki heims,“ sagði Austin. „Bandaríkin standa við bakið á Ísrael; það er óumsemjanlegt og verður aldrei.“ Austin sagði gott að vera kominn aftur til Ísrael, jafnvel þótt tilefnið væri hörmulegt. Ráðherrann sagðist hafa komið í eigin persónu til að undirstrika að það væri meitlað í stein að Bandaríkin myndu styðja Ísrael. Hann sagði algjöra samstöðu ríkja með þeim fjölskyldum sem lifðu nú vakandi í martröð og vissu ekki um örlög ástvina sína. Ísrael væri lítið land og það magnaði nánd þeirrar sorgar sem þjóðin upplifði. Austin sagði Bandaríkin myndu tryggja að Ísraelar hefðu allt það sem þeir þyrftu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Umheimurinn hefði orðið vitni að mikilli illsku þegar Hamas-samtökin gerðu árás á laugardag en Hamas talaði ekki fyrir Palestínumenn. „Þetta er ekki tími fyrir hlutleysi, fyrir að leggja hlutina falskt að jöfnu eða fyrir að réttlæta hið óréttlætanlega,“ sagði Austin. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stríðsglæpur að beina spjótum sínum að almennum borgurum og sagði lýðræðið standa styrkari fótum þegar farið væri að lögum. Gallant sagði stuðning Bandaríkjamanna, ekki síst aukinn viðbúnað þeirra á svæðinu, senda skýr skilaboð. Hann sagði Hamas „ISIS Gasa“ og að samtökin væru á launaskrá Írana. „Morð, nauðganir, mannrán. Það er það sem við stöndum frammi fyrir í þessu stríði,“ sagði hann. Hann sagði um að ræða stríð á hendur Ísrael, sem væri heimaland gyðinga, og að barist væri um frelsi og sameiginleg gildi. „Við stöndum í framlínunni. Við höldum áfram að berjast og við munum vinna þetta stríð. Við munum hafa sigur.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira