Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 17:56 Særður maður fluttur á sjúkrahús eftir loftárás á Gasaströndinni í dag. AP/Hatem Ali Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum. Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53
Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21