Óttast að spítalinn breytist í líkhús Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 12:28 Mynd frá því í gær á spítalanum á Gasaströndinni. AP/Ali Mahmoud Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira