Stríð um tilveru og grunngildi Finnur Th. Eiríksson skrifar 11. október 2023 13:01 Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun