Viljum við gráa framtíð? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2023 08:30 Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun