Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 06:45 Maður liggur látinn á jörðinni eftir árás Hamas á Kfar Aza. AP/Hassan Eslaiah Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira