Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. október 2023 08:02 Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Svíþjóð Lögreglumál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun