Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2023 21:00 Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður. AP/Fatima Shbair Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira