Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2023 08:05 Lík flutt úr húsarústum í Jebaliya-flóttamannabúðunum. AP/Ramez Mahmoud Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Ali Barakeh, einn af leiðtogum samtakanna sem dvelur í útlegð í Beirút, sagði í samtali við Associated Press að það hefði komið Hamas-liðum á óvart hversu langt þeir náðu inn í Ísrael. Markmiðið hefði verið að sækja eitthvað fram og taka gísla en her Ísraelsmanna hefði reynst „pappírstígur“. Eldflaugabirgðir Hamas myndu endast lengi. Loftárásir Ísraels á Gaza eru sagðar hafa eyðilagt um það bil 790 íbúðabyggingar og valdið skemmdum á 5.330 til viðbótar. Skemmdir á innviðum hafa valdið því að um 400.000 eru án hreins vatns. Ísraelsmenn segjast hafa náð stjórn á landamörkunum að Gaza og að engar „innrásir“ hafi átt sér stað frá því í gær. Unnið er að því að koma fyrir jarðsprengjum þar sem farið var í gegnum öryggisgirðingar. Herinn gerði árás á yfir 200 skotmörk í nótt, í Rimal og Khan Yunis. Þá hefur verið greint frá því að hundruð hermanna sem voru við störf erlendis hafi verið sóttir til að taka þátt í átökunum heima við. Áætlað er að gíslar í haldi Hamas séu á bilinu 100 til 150 talsins. Þeirra á meðal er einhver fjöldi erlendra ríkisborgara. Ástralir segja að minnsta kosti þrjá ástralska ríkisborgara hafa verið tekna. Yfir 900 Ísraelsmenn hafa látist frá því að Hama lét til skarar skríða á laugardag og yfir 680 Palestínumenn eru taldir látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira