Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 15:10 Hægrimennirnir Hendrik Wüst, forsætisráðherra Norðurrín Vestfalíu og Markus Söder, leiðtogi CSU í Bæjaralandi, skáluðu um helgina. AP Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær. Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira