Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:34 Play flutti rúmlega 70 þúsund fleiri farþega í september en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“ Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira