Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Hólmfríður Gísladóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. október 2023 22:00 Lík fjarlægt úr rústum húss á Gasaströndinni í dag. AP/Ramez Mahmoud Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Hernaður Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira