„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 20:33 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Ísrael í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum. Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum.
Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57