Ennþá raunveruleiki fyrir ættleiddu börnin okkar Selma Hafsteinsdóttir skrifar 8. október 2023 14:31 Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi. En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan. Á barnaheimilinu bjó hann fyrstu 2 ár ævi sinnar. Þetta var jú mun huggulegra umhverfi en vöggustofan. Það voru allskonar leikföng, litir á veggjum og börnin fóru út að "leika". En stofnana fýlingurinn er sá sami en kannski örlítið mannúðlegri. Sonur minn bjó á litlu barnaheimili. Þar var mjög ströng rútína eins og tíðkast á öllum barnaheimilum. Rútínan er það stíf að börnin lærðu ekki að finna fyrir þorsta, svengd eða fá huggun við grát um nætur. Ég hugsa oft hver huggaði barnið mitt fyrstu 2 árin ef hann skyldi hafa verið að gráta, taka tennur, ef hann var veikur eða bara leið illa, hræddur? mögulega var það enginn og þegar við vorum að byrja að aðlagast hvort öðru fyrstu dagana eftir sameiningu þá tókum við vel eftir því að það var eflaust raunin, honum var ekki sinnt. - Börnin eru lögð í rimlarúm á kvöldin um 18 leytið og ekki tekin upp fyrr en 8:00 um morguninn. Einnig eru þau öll látin leggja sig á daginn frá 12:00-15:00. Dags rútínan: - Börnin eru tekin upp kl 8 og klædd í föt - Þau borða næringasnauðan mat sem hefur ekki þær kröfur að matur sé tyggður, allt er maukað, einfallt, ódýrt. - Þau fara út að "leika" en þar er enginn hlátur, enginn leikur, engin rifrildi eða ágreiningur, börnin eru bara þarna. Þau kunna eflaust ekki að leika sér. - Þau borða hádegismat - Hádegislúr - Seinnipartur fer í að undirbúa háttatíma - Baðstund (í vaski eða sturtu) þau eru böðuð með þvottapoka í stórum baðvaski eða skellt í sturtu, það er sett krem á börnin þannig þau fá snertinguna, sett í náttföt og upp í rimlarúm og slökkt ljósin. Allir dagar eru eins nema starfsfólkið, það eru auðvitað vaktarskipti og starfsfólk klæðist hvítum læknaklæðnaði, allar konur og allar eru eins. Ég finn fyrir mikilli sorg að sonur minn hafi þurft að upplifa fyrstu 2 árin sín þarna. Við höfum þurft að kenna honum allt frá grunni m.a. að finna fyrir svengd, að gráta þegar hann meiðir sig og að það komi alltaf einhver að hugga hann. Við kenndum honum það sem ungabörn læra fyrsta árið sitt að ef það gefur frá sér hljóð þá bregðumst við við hvort sem það sé gleði hljóð, grátur eða hvað það er. Það tók tíma. En það tókst. Í dag er sonur okkar að verða 9 ára. Það eru 7 ár síðan hann bjó á barnaheimili. Afleiðingarnar dílum við við á hverjum degi og eru þær svakalegar og munum við reyna okkar allra besta það sem eftir er að hjálpa honum að lifa með afleiðingunum og takast á við þær svo honum vegni sem best í lífinu. Það sorglega er að skilningurinn í samfélaginu í garð þeirra sem hafa upplifað svona áfall í æsku er sáralítill. Að barn hafi verið tekið af lífmóður og lifað á barnaheimili/stofnun fyrstu mikilvægustu þroskaárin sín er svakalegt áfall og heilinn á þessum börnum er allt öðruvísi víraður en hjá þeim sem alast upp í ást og kærleik, nánd og öryggi. Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum. Eitt af því sem ég gjörsamlega brenn fyrir er að fá þennan skilning og að kerfið hérna taki utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur. taka skal fram að ef þú fæðir barn þá fá foreldrar ungbarnavernd heim til sín, skimað er eftir fæðingarþunglyndi ofl. Allskonar dásamleg aðstoð er í boði fyrir foreldrana og börnin. En þegar þú ættleiðir barn og kemur til landsins þá er barnið formlega orðið íslendingur 2 ára og eldra (flest eru mun eldri en 2 ára) þegar þau koma til landsins þá eru þau komin á byrjunarreit. það er ENGIN skimun um ættleiðingarþunglyndi þó svo það sé um 40% algengara en fæðingarþunglyndi. Ekkert eftirlit hvernig foreldrum og barni vegnar og ekkert pælt í þessu þegar þú ert komin með ættleidda barnið þitt heim. Það ætti klárlega að vera þannig í lögum að þegar þú kemur með ættleitt barn til landsins þá er X þjónusta í boði. - Barnið ætti að fá ósjálfrátt stuðning á leik- og grunnskóla án þess að þurfa að sækja um það og án þess að þurfa sérstaka greiningu. - Barnið ætti að fá að komast strax inn á barna og greiningarmiðstöð þar sem við vitum staðreyndir að barnið hefur upplifað a.m.k. 3 áföll í æsku og tengslarof. Tengslarof og ADHD og einhverfa helst í hendur einkennislega séð þannig það ætti bara að auðvelda þetta fyrir alla að þurfa ekki að berjast fyrir því að fá greiningu. - Barnið og foreldrar ættu að hafa greiðan aðgang og niðurgreiðslu að sálfræði eða fjölskyldufræðing til að aðstoða. Ég vona svo innilega að með opnun á þessari umræðu að samfélagið taki betur utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hlusta og les skelfilegar frásagnir frá vöggustofu. Sem betur fer er þetta ekki lengur raunin hér á íslandi. En á sama tíma eru börn að koma hingað til landsins sem hafa upplifað svipað, ættleidd börn þar á meðal ættleidda barnið mitt sem bjó á stofnun ekki langt frá því að vera eins og vöggustofan. Á barnaheimilinu bjó hann fyrstu 2 ár ævi sinnar. Þetta var jú mun huggulegra umhverfi en vöggustofan. Það voru allskonar leikföng, litir á veggjum og börnin fóru út að "leika". En stofnana fýlingurinn er sá sami en kannski örlítið mannúðlegri. Sonur minn bjó á litlu barnaheimili. Þar var mjög ströng rútína eins og tíðkast á öllum barnaheimilum. Rútínan er það stíf að börnin lærðu ekki að finna fyrir þorsta, svengd eða fá huggun við grát um nætur. Ég hugsa oft hver huggaði barnið mitt fyrstu 2 árin ef hann skyldi hafa verið að gráta, taka tennur, ef hann var veikur eða bara leið illa, hræddur? mögulega var það enginn og þegar við vorum að byrja að aðlagast hvort öðru fyrstu dagana eftir sameiningu þá tókum við vel eftir því að það var eflaust raunin, honum var ekki sinnt. - Börnin eru lögð í rimlarúm á kvöldin um 18 leytið og ekki tekin upp fyrr en 8:00 um morguninn. Einnig eru þau öll látin leggja sig á daginn frá 12:00-15:00. Dags rútínan: - Börnin eru tekin upp kl 8 og klædd í föt - Þau borða næringasnauðan mat sem hefur ekki þær kröfur að matur sé tyggður, allt er maukað, einfallt, ódýrt. - Þau fara út að "leika" en þar er enginn hlátur, enginn leikur, engin rifrildi eða ágreiningur, börnin eru bara þarna. Þau kunna eflaust ekki að leika sér. - Þau borða hádegismat - Hádegislúr - Seinnipartur fer í að undirbúa háttatíma - Baðstund (í vaski eða sturtu) þau eru böðuð með þvottapoka í stórum baðvaski eða skellt í sturtu, það er sett krem á börnin þannig þau fá snertinguna, sett í náttföt og upp í rimlarúm og slökkt ljósin. Allir dagar eru eins nema starfsfólkið, það eru auðvitað vaktarskipti og starfsfólk klæðist hvítum læknaklæðnaði, allar konur og allar eru eins. Ég finn fyrir mikilli sorg að sonur minn hafi þurft að upplifa fyrstu 2 árin sín þarna. Við höfum þurft að kenna honum allt frá grunni m.a. að finna fyrir svengd, að gráta þegar hann meiðir sig og að það komi alltaf einhver að hugga hann. Við kenndum honum það sem ungabörn læra fyrsta árið sitt að ef það gefur frá sér hljóð þá bregðumst við við hvort sem það sé gleði hljóð, grátur eða hvað það er. Það tók tíma. En það tókst. Í dag er sonur okkar að verða 9 ára. Það eru 7 ár síðan hann bjó á barnaheimili. Afleiðingarnar dílum við við á hverjum degi og eru þær svakalegar og munum við reyna okkar allra besta það sem eftir er að hjálpa honum að lifa með afleiðingunum og takast á við þær svo honum vegni sem best í lífinu. Það sorglega er að skilningurinn í samfélaginu í garð þeirra sem hafa upplifað svona áfall í æsku er sáralítill. Að barn hafi verið tekið af lífmóður og lifað á barnaheimili/stofnun fyrstu mikilvægustu þroskaárin sín er svakalegt áfall og heilinn á þessum börnum er allt öðruvísi víraður en hjá þeim sem alast upp í ást og kærleik, nánd og öryggi. Það er sorglegt að allir foreldrar ættleiddra barna þurfa að berjast fyrir börnunum sínum. Berjast fyrir skilning, berjast fyrir aðstoð í heilbrigðiskerfinu, berjast fyrir aðstoð og stuðning í skólakerfinu, berjast fyrir því að fá greiningu fyrir börnin, berjast fyrir að fá skilning frá öðrum foreldrum af hverju barnið hagar sér svona og hinsegin. Berjast fyrir því að fá stuðning fyrir foreldrana sjálfa þar sem álagið er alveg svakalega mikið. Berjast fyrir því að barnið og fjölskyldan fái alla þá aðstoð sem það þarf til að hjálpa þeim að vinna úr áföllunum. Eitt af því sem ég gjörsamlega brenn fyrir er að fá þennan skilning og að kerfið hérna taki utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur. taka skal fram að ef þú fæðir barn þá fá foreldrar ungbarnavernd heim til sín, skimað er eftir fæðingarþunglyndi ofl. Allskonar dásamleg aðstoð er í boði fyrir foreldrana og börnin. En þegar þú ættleiðir barn og kemur til landsins þá er barnið formlega orðið íslendingur 2 ára og eldra (flest eru mun eldri en 2 ára) þegar þau koma til landsins þá eru þau komin á byrjunarreit. það er ENGIN skimun um ættleiðingarþunglyndi þó svo það sé um 40% algengara en fæðingarþunglyndi. Ekkert eftirlit hvernig foreldrum og barni vegnar og ekkert pælt í þessu þegar þú ert komin með ættleidda barnið þitt heim. Það ætti klárlega að vera þannig í lögum að þegar þú kemur með ættleitt barn til landsins þá er X þjónusta í boði. - Barnið ætti að fá ósjálfrátt stuðning á leik- og grunnskóla án þess að þurfa að sækja um það og án þess að þurfa sérstaka greiningu. - Barnið ætti að fá að komast strax inn á barna og greiningarmiðstöð þar sem við vitum staðreyndir að barnið hefur upplifað a.m.k. 3 áföll í æsku og tengslarof. Tengslarof og ADHD og einhverfa helst í hendur einkennislega séð þannig það ætti bara að auðvelda þetta fyrir alla að þurfa ekki að berjast fyrir því að fá greiningu. - Barnið og foreldrar ættu að hafa greiðan aðgang og niðurgreiðslu að sálfræði eða fjölskyldufræðing til að aðstoða. Ég vona svo innilega að með opnun á þessari umræðu að samfélagið taki betur utan um ættleiddu börnin okkar og fjölskyldur þeirra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar