Orkuafrek næstu ára Sveinbjörn Finnsson skrifar 9. október 2023 08:01 Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar