„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2023 13:58 Létt var yfir Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra þegar hann hélt á fund til að fara yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Með honum í för var Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. Meginvextir bankans verða því áfram 9,25 prósent. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart enda höfðu greiningadeildir bankanna spáð því að vextir yrðu hækkaðir enn á ný í dag eftir rúmlega tveggja ára vaxtahækkunarferli. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að vísbendingar séu um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. „Núna ákváðum við ekki að hækka af því við töldum að það væru komnar vísbendingar um það að peningastefnan væri að virka en svo getur verið að það gangi ekki eftir. Þetta veltur á hlutum eins og næstu kjarasamningum og líka bara þróuninni í efnahagslífinu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vonir standi til að það fari að draga úr verðbólgu. „Við erum auðvitað að vona það að við séum að sjá á næsta ári hagkerfið kólna og við náum þá að sjá verðbólgu lækka og við getum þá farið að slaka á. Það er ekkert öruggt af því að Seðlabankinn er oft í þeirri aðstöðu að þurfa að bregðast við ákvörðunum annarra. Eins og ákvörðunum heimilanna um neyslu, samninga á vinnumarkaði, ríkisfjárlög og svo framvegis og við verðum að bregðast við. Það sem er jákvætt er að við erum að sjá heimilin draga saman í neyslu. Aukinn sparnað. Það er alveg ljóst að aðlögunin er byrjuð í bókhaldi heimilanna.“ Framundan eru kjaraviðræður á vinnumarkaði og segir Ásgeir niðurstöðu þeirra geta haft áhrif á framhaldið. „Núna gerðist það til dæmis að kaupmáttur lækkaði á seinna hluta þessa árs og það er svona dæmigert þegar það koma fram miklar launahækkanir í verðbólgu að það kemur fram kaupmáttur í byrjun síðan gengur hann til baka vegna þess að verðbólgan étur upp kaupmáttinn. Lág verðbólga og stöðugleiki eru í raunni forsenda til þess að skapa góð lífskjör á Íslandi á alla mælikvarða.“ Þá telur Ásgeir ekki tímabært að segja neitt til um það hvenær raunhæft sé að lækka vexti á ný. „Það er alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Afi minn var skipstjóri og sjómaður og hann hefði sagt að nú væri mögulega lag að lenda en það er alveg möguleiki að það komi fleiri öldur. Það er að segja að við hækkuðum ekki af því við erum að vonast til þess að 9,25% stýrivextir séu nóg til þess að ná fram þessari aðlögun en það er ekki öruggt og það er svo margt sem getur gerst á þessum tímapunkti sem að gæti valdið líka því að við verðum að gera eitthvað meira.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja ákvörðun nefndarinnar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 4. október 2023 09:00 Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 4. október 2023 07:30 Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. 2. október 2023 09:59 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Meginvextir bankans verða því áfram 9,25 prósent. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart enda höfðu greiningadeildir bankanna spáð því að vextir yrðu hækkaðir enn á ný í dag eftir rúmlega tveggja ára vaxtahækkunarferli. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að vísbendingar séu um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. „Núna ákváðum við ekki að hækka af því við töldum að það væru komnar vísbendingar um það að peningastefnan væri að virka en svo getur verið að það gangi ekki eftir. Þetta veltur á hlutum eins og næstu kjarasamningum og líka bara þróuninni í efnahagslífinu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vonir standi til að það fari að draga úr verðbólgu. „Við erum auðvitað að vona það að við séum að sjá á næsta ári hagkerfið kólna og við náum þá að sjá verðbólgu lækka og við getum þá farið að slaka á. Það er ekkert öruggt af því að Seðlabankinn er oft í þeirri aðstöðu að þurfa að bregðast við ákvörðunum annarra. Eins og ákvörðunum heimilanna um neyslu, samninga á vinnumarkaði, ríkisfjárlög og svo framvegis og við verðum að bregðast við. Það sem er jákvætt er að við erum að sjá heimilin draga saman í neyslu. Aukinn sparnað. Það er alveg ljóst að aðlögunin er byrjuð í bókhaldi heimilanna.“ Framundan eru kjaraviðræður á vinnumarkaði og segir Ásgeir niðurstöðu þeirra geta haft áhrif á framhaldið. „Núna gerðist það til dæmis að kaupmáttur lækkaði á seinna hluta þessa árs og það er svona dæmigert þegar það koma fram miklar launahækkanir í verðbólgu að það kemur fram kaupmáttur í byrjun síðan gengur hann til baka vegna þess að verðbólgan étur upp kaupmáttinn. Lág verðbólga og stöðugleiki eru í raunni forsenda til þess að skapa góð lífskjör á Íslandi á alla mælikvarða.“ Þá telur Ásgeir ekki tímabært að segja neitt til um það hvenær raunhæft sé að lækka vexti á ný. „Það er alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Afi minn var skipstjóri og sjómaður og hann hefði sagt að nú væri mögulega lag að lenda en það er alveg möguleiki að það komi fleiri öldur. Það er að segja að við hækkuðum ekki af því við erum að vonast til þess að 9,25% stýrivextir séu nóg til þess að ná fram þessari aðlögun en það er ekki öruggt og það er svo margt sem getur gerst á þessum tímapunkti sem að gæti valdið líka því að við verðum að gera eitthvað meira.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja ákvörðun nefndarinnar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 4. október 2023 09:00 Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 4. október 2023 07:30 Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. 2. október 2023 09:59 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja ákvörðun nefndarinnar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 4. október 2023 09:00
Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 4. október 2023 07:30
Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. 2. október 2023 09:59