Hvalveiðiþversögnin Micah Garen skrifar 3. október 2023 13:01 Er ég skrifa þetta hafa tvö hvalveiðiskip nýlega lagt skutlum sínum og lokið vertíðinni en við sitjum eftir með spurninguna, hvað nú? Verður hvalur númer 25 síðasta langreyðin sem drepin verður við strendur Íslands? Eða er þetta bara enn einn blóðugur kafli í endalausri sögu þar sem eiginhagsmunir eins sportveiðimanns eru settir framar hagsmunum samfélags og náttúru? Áður en skutulbyssurnar voru teknar niður af þilförum Hvals 8 og Hvals 9 þennan blákalda morgun 30. september, höfðu skipin verið á fullri ferð úti við strendur Íslands, knúin hvalaolíu - við veiðar á langreyðum, spendýrum í hættu. Margir veltu því fyrir sér með skelfingu hvernig þetta gæti átt sér stað í einu ríkasta landi Evrópu þar sem konur sitja í valdastöðum, græn orka ræður ríkjum og landslag og dýralíf vekur aðdáun. Í landi þar sem hvalkjöt er sjaldan, ef nokkurn tímann, borðað. Langreyðar eru fallegar skyni gæddar verur, farhvalir sem flakka um höfin og hafa gert svo í árþúsundir. Þær eru næst stærstu dýr jarðar og meðal stærstu dýra sem nokkurn tímann hafa lifað. Þeim var nærri útrýmt vegna veiða síðustu tvær aldir en hafa síðan árið 1986 verið friðaðar undir alþjóðlegu hvalveiðibanni. Vísindin hafa fært sannfærandi rök fyrir því að hvalir eru nauðsynlegir fyrir heilbrigði vistkerfa sjávar þar sem saur þeirra hleypir mikilvægum næringarefnum inn í vistkerfið. Þeir binda fjölda tonna af kolefni á lífsleiðinni, bæði í líkömum sínum og með því að veita plöntusvifi næringarefni til vaxtar. Því eru þeir mikilvægir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Mikilvægt er að minnast á það að hvalir ganga ekki á stofna nytjafiska þannig að skaði hlýst fyrir fiskveiðar, ólíkt því er lengi hefur verið haldið fram. Í raun hafa rannsóknir sýnt fram á að tilvist hvala hafi jákvæð áhrif á fjölda fisks í sjónum. Þrátt fyrir þaðhafa langreyðar sem ferðast um íslensk höf verið skotnar með sprengiskutlum, skornar niður og sendar í japanska sjálfsala. Ég segi einhvers staðar við strendur Íslands vegna þess að Landhelgisgæsla Íslands hefur veitt bátum Hvals hf. leyfi til að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum sem þó er krafa fyrir skip yfir þrjátíu tonn samkvæmt alþjóðlegum skipalögum. Eru eiginhagsmunir Kristjáns Loftssonar þar með settir framar almannaöryggi. Hvalveiðiskipin ferðast um líkt og draugar, herskip frá annarri öld og færa okkur öll einu skrefi nær örlögum okkar. Sú ákvörðun að leyfa áframhaldandi hvalveiðar vekur bæði siðferðislegar og heimspekilegar spurningar.Siðferðilega spurningin er einföld og var í raun útkljáð af Matvælastofnun (MAST) í júní þegar tilkynnt var að ekki sé hægt að stunda veiðar á langreyðum á mannúðlegan hátt. Veiðar á langreyðum brjóta þar með í bága við lög um dýravernd. Í maí, rétt fyrir jarðskjálftahrinuna sem skók Reykjavík í sumar, birti MAST skýrslu ásamt grófum upptökum frá veiðitímabilinu árið 2022 sem skóku vitund almennings. Margir Íslendingar höfðu ekki áttað sig á því hve slæmar þessar veiðar væru í raun. Nærri helmingur hvalanna sem drepnir voru þjáðust í langan tíma, fjórðungur var skotinn með fleiri en einum sprengiskutli, sjötíu prósent voru kvendýr og um sex þeirra kálffullar. MAST ályktaði sem svo að aðferðir við veiðarnar væru óásættanlegar. MAST gat þó ekki komist að niðurstöðu um það hvort þessar óásættanlegu veiðar brytu í raun í bága við lög um dýravelferð og bar þá spurningu undir fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra sem hafði lengi haldið því fram að hvalveiðar heyrðu fortíðinni til, sagði sig ekki getað bannað hvalveiðar innan þess lagaramma sem er í gildi. Fimm dögum áður en vertíðin átti að hefjast í júní komst fagráðið að þeirri einföldu niðurstöðu að: það er ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Vopnuð niðurstöðu fagráðsins breytti Svandís skyndilega um stefnu og setti á tímabundið bann við hvalveiðum og með því frestaði hún upphafi vertíðarinnar einum degi áður en hún átti að hefjast. Á fundi á Akranesi tveimur dögum seinna til að verja ákvörðun sína andspænis hópi af reiðum hvalveiðimönnum, lýsir Svandís yfir eftirfarandi: “löggjafinn hefur falið mér sem ráðherra dýravelferðarmála ábyrgð á því að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem ég hef.” En af illum er ills von. Meðlimir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, meirihluti þriggja flokka brothættrar ríkisstjórnar, hótuðu stjórnarslitum vegna málsins. Þegar sú hótun, ásamt litlu fylgi í skoðunarkönnunum, virtist eflaust heldur innantóm hótuðu flokkanir að leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi eftir að Alþingi var sett í september. Þar var lagt fram að ákvörðun ráðherra hafi ekki verið lögmæt né staðist kröfur um meðalhófsreglu. Sem viðvörun var send inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Svandís virtist kikna undan þrýstingnum og leyfði Kristjáni Loftssyni að halda áfram sportveiði-áráttu sinni þann 1. september, eins og áður var ákvörðun tekin einungis degi áður en leyfa átti hvalveiðar. Ráðherra hefur síðan þá neitað að hafa orðið fyrir pólitískum þrýstingi og segist taka fulla ábyrgð á þessari ákvörðun sinni, ákvörðun sem er ekki bara órökrétt heldur einnig ósiðferðisleg. Flokkur Svandísar, þeir Vinstri Grænu sem hafa fyrir löngu sagt skilið við “græna” stefnu sína - hent bæði Björk og Gretu eins og þekkt er undir kanólaolíuknúna rútu sína - stóðu þétt við bak Svandísar í kjölfar ákvörðunarinnar. Myndir af glaðhlakkanlegum flokksmönnum valsandi um Austfirði var slengt inn á samfélagsmiðla, bergmálandi inni í nú tómum stafrænum bergmálshelli þar sem eitt sinn héldu til náttúruunnandi stuðningsmenn þeirra. Ákvörðun Svandísar var snyrtilega studd af skýrslu teknókratísks starfshóps sem ráðherra skipaði fyrr um sumarið til að styðja hverja þá ákvörðun sem hún þyrfti að taka seinna um haustið varðandi áframhaldandi hvalveiðar. Starfshópurinn kom með hinar og þessar ráðleggingar, aðallega smávægilegar breytingar – ekki veiða á nóttunni, skjóta betur, námskeið um líffræði hvala og kvalir. Kristján Loftsson yppti glaður öxlum yfir tillögunum sem hann veifaði frá sér sem almennri skynsemi og snéri sér að slípa skutlana sína. En snaran fór að herðast. Það sem virtist ekki vekja mikla athygli voru nokkrar einfaldar línur í skýrslu starfshópsins þar sem tekið var fram að skýrsla þeirra fjallaði ekki um þá grundvallarspurningu sem hefði leitt til frestunar á hvalveiðum í júní - Að það sé ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Sem leiðir okkur að hinni spurningunni sem er kannski erfiðari, þversagnakenndari og heimspekilegri. Ákvörðun Svandísar er klassískt dæmi um að fórna fáum fyrir fjöldann, einnig þekkt sem siðferðisklemman Vagnavandamálið. Þú ert með sporvagn sem þeysist áfram eftir spori í átt að hóp af fólki en þú getur breytt um stefnu og látið vagninn aka um spor þar sem einungis ein manneskja er. Fórnar þú einni manneskju fyrir hópinn? Leyfum Kristjáni Loftssyni að klára þessa vertíð og endurnýjum svo ekki leyfið sem rennur út á árinu - voru rök margra þeirra á vinstri vængnum sem höfðu með örvæntingu fylgst með hvalveiðideilunni í áratugi. Hvalveiðum verður lokið árið 2024, svo hljómuðu fyrirsagnirnar þegar árið 2022, eftir að Svandís ákvað upphaflega að hafa eftirlitsmenn frá MAST á hvalveiðiskipunum. Þeir 150 hvalir sem fórnað verður í ár eru lítið gjald fyrir að binda enda á hvalveiðar. Ekki satt? Ef það væri svo auðvelt, gætum við öll skipt siðferðislegri sannfæringu okkar út fyrir siðferðislega afstæðishyggju og rökvillu, og sólað okkur í nytjahyggjuparadís sem einbeitir sér að leikslokunum, en ekki þeim blóðugu leiðum sem arka þarf til að komast þangað. Það er mikið í húfi. Kristján Loftsson og íhaldssamir verndarar hans hafa sýnt okkur í sumar hversu staðfast þeir ætla að halda í hvalveiðarnar. Og það er raunverulegur möguleiki á að allt sem muni nást með þessari ákvörðun Svandísar í haust séu fleiri dauðir hvalir. Kristján Loftsson gæti átt möguleika á að slípa veiðiaðferðirnar rétt svo nægilega til að geta fært rök fyrir endurnýjuðu starfsleyfi til fimm ára. MAST gæti frestað birtingu skýrslu sinnar á veiðunum, eins og gerðist í fyrra, þar til að búið er að taka ákvörðun um nýtt starfsleyfi. Ríkisstjórnin gæti sprungið og Svandísi skipt út. Og, kannski líklegast, gæti Svandís enn og aftur kiknað undan pólitískum þrýstingi. Nema. Nema að Kristján Loftsson haldi áfram að sýna fram á að ekki séu neinar mannúðlegar leiðir til að veiða langreyðar og að Svandís vopnuð nýjum gögnum geti einfaldlega látið hvalveiðar fjara út með starfsleyfinu sem tekur enda í lok árs. Og að Alþingi veiti dauðahöggið með því að setja í lög nýtt frumvarp sem Píratar lögðu fram í síðustu viku og banni með því hvalveiðar. Vissulega er Kristján Loftsson á óðri leið með að ráða eigin niðurlögum. Fyrsta drápið átti sér stað 8. september, veidd var hvalkýr, skotin með tveimur skutlum. Af þeim 25 hvölum sem drepnir voru í september voru margir þeirra skotnir fyrir utan skilgreint marksvæði og skotnir oftar en einu sinni, sem sannar það sem við vissum allan tímann að það er ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Það virðist sem að við séum komin vel á leið að útópískum nytjahyggju leikslokum okkar, og það eina sem við glötum eru nokkrar langreyðar? Lágt gjald, er það ekki? Nema auðvitað að þú sért ein af þessum langreyðum. Á meðan þessar hrottalegu hvalveiðar héldu sínu striki, aðeins seinkað sökum slæms veðurs og ákvörðunar MAST að stoppa veiðar Hvals 8 tímabundið þar sem fyrsta dráp vertíðarinnar var 29 mínútna hryllingur, þá urðum við vitni að enn stærri harmleik þann 22. september. Hvalur númer 17 var dreginn inn. Í þetta sinn kelfd hvalkýr, og þegar flenshnífarnir skáru upp kviðinn á henni rann út á steypuplan hvalstöðvarinnar langt genginn kálfur. Síðan var í skyndi krækt í kálfinn með krókum og hann dreginn burt að skúr þar sem fóstrum er komið úr augsýn myndavélanna. Þennan sama dag, í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð norður frá Reykjavík, var ungum háhyrningi sem þar hafði strandað, bjargað. Landinn fagnaði þessu grettistaki þar sem háhyrningnum var komið á flot og aftur til sjávar með hjálp hvalasérfræðinga. Ef þú ert háhyrningskálfur þá lifir þú, ef þú ert langreyðarkálfur þá deyrðu. Andstaða nytjahyggjunnar er siðfræði Kants, hugmyndin um að einstakar ákvarðanir okkar skipti máli, ekki aðeins sem leiðir að markmiðum heldur fyrir og í sjálfu sér. Að það að vera siðferðislega góður sé grundað í hverri ákvörðun sem við tökum. Að taka rétta ákvörðun krefst hugrekkis, hugrekkið að vita ekki hvaða afleiðingar sú ákvörðun geti haft. Með því að taka þá erfiðu ákvörðun að bjarga hvölum þá mun ef til vill ríkisstjórnin springa, ef til vill verður þér bolað úr ráðherrasætinu, ef til vill. En þú hefur þó staðið fast á þínum siðferðislegu gildum. Árla morguns þann 4. september höfðu þær Anahita Babaei og Elissa Bijou hugrekkið að klifra 15 metra upp í möstur hvalveiðiskipanna Hvalur 8 og 9 þar sem þau lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn, án nokkurs öryggisbúnaðs, til þess að stöðva dráp þessara stríðsvéla. Hvorug þeirra vissi hvaða afleiðingar gjörðir þeirra myndu hafa. Þær héldu staðfast í styrk siðferðislegra sannfæringa sinna - að það að drepa hval sé rangt. Vopnaðar þeim sannleika, breyttu þær samkvæmt trú sinni á mannkynið, lífið og hvali. Þær breyttu til að koma í veg fyrir harmleiki á borð við þann sem síðar átti sér stað 22. september.Lögregla var snögg á staðinn og reynda að fjarlægja Anahitu úr mastrinu. Úr körfubíl sem vanalega er notaður til þess að bjarga lífum, teygðu þeir sig í mastrið og tóku eigur hennar, fyrst símann og svo bakpokann með vatni, mat, aukafatnaði og lyfjum. En þeir gátu ekki náð henni. Hún varð eftir í mastrinu í þrjátíu og fjórar klukkustundir án vatns, í kuldanum yfir nótt, með það eitt að markmiði - að vernda hvali. Lögreglan hætti sér í háskalegan leik með líf hennar, neituðu henni vatni nema hún kæmi niður, aðferð sem er ekki aðeins siðlaus heldur gegn alþjóðlegum mannréttindalögum. Þegar dvölin í mastrinu hafði varað í meira en sólarhring, vísaði lögreglan í þrígang frá sjúkrabíl sem hafði verið þangað kallaður til að athuga með heilsufar hennar og færa henni vatn. Þú getur lifað þrjár mínútur án súrefnis, þrjá daga án vatns og þrjár vikur án matar. Anahita var á leiði inn í dag tvö án vatns. Í ljósi nytjahyggju þeirra mátti kannski fórna einum - Anahitu - fyrir almannaheill? Í þessu tilviki hvalveiðarnar sem verið var að tefja. En það er aðeins um handfylli fólks sem ber ávinning af sjálfum hvalveiðunum, vissulega ekki almannaheill. Kristján Loftsson tapar milljónum á ári hverju, og laun hvalveiðimanna, þessa fáu vertíðarmánuði, eru niðurgreidd af ósjálfbærri þráhyggju hans. Á meðan fær orðspor Íslands að gjalda fyrir. Meira en áttatíu manns innan alþjóðlega kvikmyndageirans hafa heitið því að koma ekki með verkefni sín til landsins ef þessar veiðar halda áfram, iðnaður upp á 150 milljón dollara á ári er því í húfi. Reiknað er með að um 20 milljónir dollara séu í húfi fyrir ferðamálaiðnaðinn vegna reiði ferðamanna sem heita að koma ekki til landsins. Og Bandaríska utanríkisráðuneytið, sem hefur beitt Íslandi diplómatískum refsiaðgerðum síðan 2014, segir í viðvörunartón “við hvetjum Ísland til að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni”Svo hvað um almannaheill? Þeir sem starfa undir nytjahyggjunni virðast aðhyllast siðfræði Kants þegar kemur að því að verja Kristján Loftsson, það virðist sem hagsmunir hans séu ávallt í fyrirrúmi. Raunar er það ekki siðfræði Kants heldur siðferðisleg sjálfselska, eða bara hrein og bein sjálfselska, þótti Kristjáns Loftssonar, varinn af pólitískum öflum sem studd eru af auði hans. Umræðan um hvalveiðar hefur nú um stundarsakir verið, líkt og hvalirnir sjálfir, miðpunktur íslensku þjóðarsálarinnar, og hefur reitt fram krefjandi klemmu sem er bæði siðferðisleg og heimspekileg. Sú spurning sem virtist brýnt að spyrja var hvað yrði um konurnar tvær sem héldu til í möstrunum og var henni streymt beint til samfélags sem vonaðist eftir einföldum svörum. En hin raunverulega spurning varðaði ekki leikinn um að lifa af, hvort þær gætu haldið út einn sólarhring í viðbót eða siðferðislega spurningin hvort færa ætti Anahitu vatn eður ei, heldur er það heimspekileg spurning - hvernig samfélagi viljum við búa í? Hver erum við sem manneskjur? Hver eru gildi okkar og hvernig breytum við samkvæmt gildismati okkar? Viljum við lifa í samfélagi þar sem tilgangurinn helgar meðalið, þar sem eiginhagsmunir og þótti eru við völd? Þar sem við getum glöð fórnað hvölum þessa vertíð í von um að geta í framtíðinni bjargað öðrum? Þar sem við fórnum lífi einnar manneskju til að vernda viðskiptahagsmuni. Eða viljum við virða okkur sjálf og lífið í kring um okkur og gangast við að hvert líf skiptir máli, hver hvalur skiptir máli, hver ákvörðun skiptir máli? Líf kálfsins sem var hrifsaður úr móðurkviði skiptir máli. Ef svarið er það síðarnefnda þá eru siðferðislegu spurningarnar svo sannarlega auðveldar. Og sú ákvörðun að bjarga hverjum einasta hval auðveld. Eins og fagráðið komst að niðurstöðu um - það er ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Þessi stund ákvörðunar, er stund sem bæði Ísland og alþjóðasamfélagið mun þurfa að melta í langan tíma. Eins og súr hvalur sem enginn vill í raun borða en er samt á disknum fyrir framan okkur, og við verðum að ákveða hvað við ætlum að gera fyrir hvalina, okkur sjálf og framtíð okkar. Hvalveiðiþversögnin er hin eðlislæga mótsögn í heimsmynd grundaða í nytjahyggju til móts við heimsmynd grundaða í siðfræði Kants. Ef þú trúir því að ákvarðanir þínar skipti máli þá er bann við hvalveiðum sú eina siðferðislega og heimspekilega rétta ákvörðun sem við getum tekið. Aðgerðir allra þeirra á Íslandi sem börðust fyrir hvalina þetta árið hafa mögulega bjargað 125 lífum. Það er nefnilega ekki nóg að tala einungis fyrir heldur verðum við líka að aðhafast fyrir hönd dýranna. Hvert og eitt þeirra. Höfundur er heimildamyndagerðarmaður og meðleikstjóri Anahitu Babaei við gerð myndarinnar The Last Whaling Station. Hann og Anahita hafa einnig tekið þátt í að koma á laggirnar herferð til að stöðva hvalveiðar á Íslandi í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er ég skrifa þetta hafa tvö hvalveiðiskip nýlega lagt skutlum sínum og lokið vertíðinni en við sitjum eftir með spurninguna, hvað nú? Verður hvalur númer 25 síðasta langreyðin sem drepin verður við strendur Íslands? Eða er þetta bara enn einn blóðugur kafli í endalausri sögu þar sem eiginhagsmunir eins sportveiðimanns eru settir framar hagsmunum samfélags og náttúru? Áður en skutulbyssurnar voru teknar niður af þilförum Hvals 8 og Hvals 9 þennan blákalda morgun 30. september, höfðu skipin verið á fullri ferð úti við strendur Íslands, knúin hvalaolíu - við veiðar á langreyðum, spendýrum í hættu. Margir veltu því fyrir sér með skelfingu hvernig þetta gæti átt sér stað í einu ríkasta landi Evrópu þar sem konur sitja í valdastöðum, græn orka ræður ríkjum og landslag og dýralíf vekur aðdáun. Í landi þar sem hvalkjöt er sjaldan, ef nokkurn tímann, borðað. Langreyðar eru fallegar skyni gæddar verur, farhvalir sem flakka um höfin og hafa gert svo í árþúsundir. Þær eru næst stærstu dýr jarðar og meðal stærstu dýra sem nokkurn tímann hafa lifað. Þeim var nærri útrýmt vegna veiða síðustu tvær aldir en hafa síðan árið 1986 verið friðaðar undir alþjóðlegu hvalveiðibanni. Vísindin hafa fært sannfærandi rök fyrir því að hvalir eru nauðsynlegir fyrir heilbrigði vistkerfa sjávar þar sem saur þeirra hleypir mikilvægum næringarefnum inn í vistkerfið. Þeir binda fjölda tonna af kolefni á lífsleiðinni, bæði í líkömum sínum og með því að veita plöntusvifi næringarefni til vaxtar. Því eru þeir mikilvægir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Mikilvægt er að minnast á það að hvalir ganga ekki á stofna nytjafiska þannig að skaði hlýst fyrir fiskveiðar, ólíkt því er lengi hefur verið haldið fram. Í raun hafa rannsóknir sýnt fram á að tilvist hvala hafi jákvæð áhrif á fjölda fisks í sjónum. Þrátt fyrir þaðhafa langreyðar sem ferðast um íslensk höf verið skotnar með sprengiskutlum, skornar niður og sendar í japanska sjálfsala. Ég segi einhvers staðar við strendur Íslands vegna þess að Landhelgisgæsla Íslands hefur veitt bátum Hvals hf. leyfi til að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum sem þó er krafa fyrir skip yfir þrjátíu tonn samkvæmt alþjóðlegum skipalögum. Eru eiginhagsmunir Kristjáns Loftssonar þar með settir framar almannaöryggi. Hvalveiðiskipin ferðast um líkt og draugar, herskip frá annarri öld og færa okkur öll einu skrefi nær örlögum okkar. Sú ákvörðun að leyfa áframhaldandi hvalveiðar vekur bæði siðferðislegar og heimspekilegar spurningar.Siðferðilega spurningin er einföld og var í raun útkljáð af Matvælastofnun (MAST) í júní þegar tilkynnt var að ekki sé hægt að stunda veiðar á langreyðum á mannúðlegan hátt. Veiðar á langreyðum brjóta þar með í bága við lög um dýravernd. Í maí, rétt fyrir jarðskjálftahrinuna sem skók Reykjavík í sumar, birti MAST skýrslu ásamt grófum upptökum frá veiðitímabilinu árið 2022 sem skóku vitund almennings. Margir Íslendingar höfðu ekki áttað sig á því hve slæmar þessar veiðar væru í raun. Nærri helmingur hvalanna sem drepnir voru þjáðust í langan tíma, fjórðungur var skotinn með fleiri en einum sprengiskutli, sjötíu prósent voru kvendýr og um sex þeirra kálffullar. MAST ályktaði sem svo að aðferðir við veiðarnar væru óásættanlegar. MAST gat þó ekki komist að niðurstöðu um það hvort þessar óásættanlegu veiðar brytu í raun í bága við lög um dýravelferð og bar þá spurningu undir fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra sem hafði lengi haldið því fram að hvalveiðar heyrðu fortíðinni til, sagði sig ekki getað bannað hvalveiðar innan þess lagaramma sem er í gildi. Fimm dögum áður en vertíðin átti að hefjast í júní komst fagráðið að þeirri einföldu niðurstöðu að: það er ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Vopnuð niðurstöðu fagráðsins breytti Svandís skyndilega um stefnu og setti á tímabundið bann við hvalveiðum og með því frestaði hún upphafi vertíðarinnar einum degi áður en hún átti að hefjast. Á fundi á Akranesi tveimur dögum seinna til að verja ákvörðun sína andspænis hópi af reiðum hvalveiðimönnum, lýsir Svandís yfir eftirfarandi: “löggjafinn hefur falið mér sem ráðherra dýravelferðarmála ábyrgð á því að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem ég hef.” En af illum er ills von. Meðlimir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, meirihluti þriggja flokka brothættrar ríkisstjórnar, hótuðu stjórnarslitum vegna málsins. Þegar sú hótun, ásamt litlu fylgi í skoðunarkönnunum, virtist eflaust heldur innantóm hótuðu flokkanir að leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi eftir að Alþingi var sett í september. Þar var lagt fram að ákvörðun ráðherra hafi ekki verið lögmæt né staðist kröfur um meðalhófsreglu. Sem viðvörun var send inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Svandís virtist kikna undan þrýstingnum og leyfði Kristjáni Loftssyni að halda áfram sportveiði-áráttu sinni þann 1. september, eins og áður var ákvörðun tekin einungis degi áður en leyfa átti hvalveiðar. Ráðherra hefur síðan þá neitað að hafa orðið fyrir pólitískum þrýstingi og segist taka fulla ábyrgð á þessari ákvörðun sinni, ákvörðun sem er ekki bara órökrétt heldur einnig ósiðferðisleg. Flokkur Svandísar, þeir Vinstri Grænu sem hafa fyrir löngu sagt skilið við “græna” stefnu sína - hent bæði Björk og Gretu eins og þekkt er undir kanólaolíuknúna rútu sína - stóðu þétt við bak Svandísar í kjölfar ákvörðunarinnar. Myndir af glaðhlakkanlegum flokksmönnum valsandi um Austfirði var slengt inn á samfélagsmiðla, bergmálandi inni í nú tómum stafrænum bergmálshelli þar sem eitt sinn héldu til náttúruunnandi stuðningsmenn þeirra. Ákvörðun Svandísar var snyrtilega studd af skýrslu teknókratísks starfshóps sem ráðherra skipaði fyrr um sumarið til að styðja hverja þá ákvörðun sem hún þyrfti að taka seinna um haustið varðandi áframhaldandi hvalveiðar. Starfshópurinn kom með hinar og þessar ráðleggingar, aðallega smávægilegar breytingar – ekki veiða á nóttunni, skjóta betur, námskeið um líffræði hvala og kvalir. Kristján Loftsson yppti glaður öxlum yfir tillögunum sem hann veifaði frá sér sem almennri skynsemi og snéri sér að slípa skutlana sína. En snaran fór að herðast. Það sem virtist ekki vekja mikla athygli voru nokkrar einfaldar línur í skýrslu starfshópsins þar sem tekið var fram að skýrsla þeirra fjallaði ekki um þá grundvallarspurningu sem hefði leitt til frestunar á hvalveiðum í júní - Að það sé ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Sem leiðir okkur að hinni spurningunni sem er kannski erfiðari, þversagnakenndari og heimspekilegri. Ákvörðun Svandísar er klassískt dæmi um að fórna fáum fyrir fjöldann, einnig þekkt sem siðferðisklemman Vagnavandamálið. Þú ert með sporvagn sem þeysist áfram eftir spori í átt að hóp af fólki en þú getur breytt um stefnu og látið vagninn aka um spor þar sem einungis ein manneskja er. Fórnar þú einni manneskju fyrir hópinn? Leyfum Kristjáni Loftssyni að klára þessa vertíð og endurnýjum svo ekki leyfið sem rennur út á árinu - voru rök margra þeirra á vinstri vængnum sem höfðu með örvæntingu fylgst með hvalveiðideilunni í áratugi. Hvalveiðum verður lokið árið 2024, svo hljómuðu fyrirsagnirnar þegar árið 2022, eftir að Svandís ákvað upphaflega að hafa eftirlitsmenn frá MAST á hvalveiðiskipunum. Þeir 150 hvalir sem fórnað verður í ár eru lítið gjald fyrir að binda enda á hvalveiðar. Ekki satt? Ef það væri svo auðvelt, gætum við öll skipt siðferðislegri sannfæringu okkar út fyrir siðferðislega afstæðishyggju og rökvillu, og sólað okkur í nytjahyggjuparadís sem einbeitir sér að leikslokunum, en ekki þeim blóðugu leiðum sem arka þarf til að komast þangað. Það er mikið í húfi. Kristján Loftsson og íhaldssamir verndarar hans hafa sýnt okkur í sumar hversu staðfast þeir ætla að halda í hvalveiðarnar. Og það er raunverulegur möguleiki á að allt sem muni nást með þessari ákvörðun Svandísar í haust séu fleiri dauðir hvalir. Kristján Loftsson gæti átt möguleika á að slípa veiðiaðferðirnar rétt svo nægilega til að geta fært rök fyrir endurnýjuðu starfsleyfi til fimm ára. MAST gæti frestað birtingu skýrslu sinnar á veiðunum, eins og gerðist í fyrra, þar til að búið er að taka ákvörðun um nýtt starfsleyfi. Ríkisstjórnin gæti sprungið og Svandísi skipt út. Og, kannski líklegast, gæti Svandís enn og aftur kiknað undan pólitískum þrýstingi. Nema. Nema að Kristján Loftsson haldi áfram að sýna fram á að ekki séu neinar mannúðlegar leiðir til að veiða langreyðar og að Svandís vopnuð nýjum gögnum geti einfaldlega látið hvalveiðar fjara út með starfsleyfinu sem tekur enda í lok árs. Og að Alþingi veiti dauðahöggið með því að setja í lög nýtt frumvarp sem Píratar lögðu fram í síðustu viku og banni með því hvalveiðar. Vissulega er Kristján Loftsson á óðri leið með að ráða eigin niðurlögum. Fyrsta drápið átti sér stað 8. september, veidd var hvalkýr, skotin með tveimur skutlum. Af þeim 25 hvölum sem drepnir voru í september voru margir þeirra skotnir fyrir utan skilgreint marksvæði og skotnir oftar en einu sinni, sem sannar það sem við vissum allan tímann að það er ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Það virðist sem að við séum komin vel á leið að útópískum nytjahyggju leikslokum okkar, og það eina sem við glötum eru nokkrar langreyðar? Lágt gjald, er það ekki? Nema auðvitað að þú sért ein af þessum langreyðum. Á meðan þessar hrottalegu hvalveiðar héldu sínu striki, aðeins seinkað sökum slæms veðurs og ákvörðunar MAST að stoppa veiðar Hvals 8 tímabundið þar sem fyrsta dráp vertíðarinnar var 29 mínútna hryllingur, þá urðum við vitni að enn stærri harmleik þann 22. september. Hvalur númer 17 var dreginn inn. Í þetta sinn kelfd hvalkýr, og þegar flenshnífarnir skáru upp kviðinn á henni rann út á steypuplan hvalstöðvarinnar langt genginn kálfur. Síðan var í skyndi krækt í kálfinn með krókum og hann dreginn burt að skúr þar sem fóstrum er komið úr augsýn myndavélanna. Þennan sama dag, í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð norður frá Reykjavík, var ungum háhyrningi sem þar hafði strandað, bjargað. Landinn fagnaði þessu grettistaki þar sem háhyrningnum var komið á flot og aftur til sjávar með hjálp hvalasérfræðinga. Ef þú ert háhyrningskálfur þá lifir þú, ef þú ert langreyðarkálfur þá deyrðu. Andstaða nytjahyggjunnar er siðfræði Kants, hugmyndin um að einstakar ákvarðanir okkar skipti máli, ekki aðeins sem leiðir að markmiðum heldur fyrir og í sjálfu sér. Að það að vera siðferðislega góður sé grundað í hverri ákvörðun sem við tökum. Að taka rétta ákvörðun krefst hugrekkis, hugrekkið að vita ekki hvaða afleiðingar sú ákvörðun geti haft. Með því að taka þá erfiðu ákvörðun að bjarga hvölum þá mun ef til vill ríkisstjórnin springa, ef til vill verður þér bolað úr ráðherrasætinu, ef til vill. En þú hefur þó staðið fast á þínum siðferðislegu gildum. Árla morguns þann 4. september höfðu þær Anahita Babaei og Elissa Bijou hugrekkið að klifra 15 metra upp í möstur hvalveiðiskipanna Hvalur 8 og 9 þar sem þau lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn, án nokkurs öryggisbúnaðs, til þess að stöðva dráp þessara stríðsvéla. Hvorug þeirra vissi hvaða afleiðingar gjörðir þeirra myndu hafa. Þær héldu staðfast í styrk siðferðislegra sannfæringa sinna - að það að drepa hval sé rangt. Vopnaðar þeim sannleika, breyttu þær samkvæmt trú sinni á mannkynið, lífið og hvali. Þær breyttu til að koma í veg fyrir harmleiki á borð við þann sem síðar átti sér stað 22. september.Lögregla var snögg á staðinn og reynda að fjarlægja Anahitu úr mastrinu. Úr körfubíl sem vanalega er notaður til þess að bjarga lífum, teygðu þeir sig í mastrið og tóku eigur hennar, fyrst símann og svo bakpokann með vatni, mat, aukafatnaði og lyfjum. En þeir gátu ekki náð henni. Hún varð eftir í mastrinu í þrjátíu og fjórar klukkustundir án vatns, í kuldanum yfir nótt, með það eitt að markmiði - að vernda hvali. Lögreglan hætti sér í háskalegan leik með líf hennar, neituðu henni vatni nema hún kæmi niður, aðferð sem er ekki aðeins siðlaus heldur gegn alþjóðlegum mannréttindalögum. Þegar dvölin í mastrinu hafði varað í meira en sólarhring, vísaði lögreglan í þrígang frá sjúkrabíl sem hafði verið þangað kallaður til að athuga með heilsufar hennar og færa henni vatn. Þú getur lifað þrjár mínútur án súrefnis, þrjá daga án vatns og þrjár vikur án matar. Anahita var á leiði inn í dag tvö án vatns. Í ljósi nytjahyggju þeirra mátti kannski fórna einum - Anahitu - fyrir almannaheill? Í þessu tilviki hvalveiðarnar sem verið var að tefja. En það er aðeins um handfylli fólks sem ber ávinning af sjálfum hvalveiðunum, vissulega ekki almannaheill. Kristján Loftsson tapar milljónum á ári hverju, og laun hvalveiðimanna, þessa fáu vertíðarmánuði, eru niðurgreidd af ósjálfbærri þráhyggju hans. Á meðan fær orðspor Íslands að gjalda fyrir. Meira en áttatíu manns innan alþjóðlega kvikmyndageirans hafa heitið því að koma ekki með verkefni sín til landsins ef þessar veiðar halda áfram, iðnaður upp á 150 milljón dollara á ári er því í húfi. Reiknað er með að um 20 milljónir dollara séu í húfi fyrir ferðamálaiðnaðinn vegna reiði ferðamanna sem heita að koma ekki til landsins. Og Bandaríska utanríkisráðuneytið, sem hefur beitt Íslandi diplómatískum refsiaðgerðum síðan 2014, segir í viðvörunartón “við hvetjum Ísland til að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni”Svo hvað um almannaheill? Þeir sem starfa undir nytjahyggjunni virðast aðhyllast siðfræði Kants þegar kemur að því að verja Kristján Loftsson, það virðist sem hagsmunir hans séu ávallt í fyrirrúmi. Raunar er það ekki siðfræði Kants heldur siðferðisleg sjálfselska, eða bara hrein og bein sjálfselska, þótti Kristjáns Loftssonar, varinn af pólitískum öflum sem studd eru af auði hans. Umræðan um hvalveiðar hefur nú um stundarsakir verið, líkt og hvalirnir sjálfir, miðpunktur íslensku þjóðarsálarinnar, og hefur reitt fram krefjandi klemmu sem er bæði siðferðisleg og heimspekileg. Sú spurning sem virtist brýnt að spyrja var hvað yrði um konurnar tvær sem héldu til í möstrunum og var henni streymt beint til samfélags sem vonaðist eftir einföldum svörum. En hin raunverulega spurning varðaði ekki leikinn um að lifa af, hvort þær gætu haldið út einn sólarhring í viðbót eða siðferðislega spurningin hvort færa ætti Anahitu vatn eður ei, heldur er það heimspekileg spurning - hvernig samfélagi viljum við búa í? Hver erum við sem manneskjur? Hver eru gildi okkar og hvernig breytum við samkvæmt gildismati okkar? Viljum við lifa í samfélagi þar sem tilgangurinn helgar meðalið, þar sem eiginhagsmunir og þótti eru við völd? Þar sem við getum glöð fórnað hvölum þessa vertíð í von um að geta í framtíðinni bjargað öðrum? Þar sem við fórnum lífi einnar manneskju til að vernda viðskiptahagsmuni. Eða viljum við virða okkur sjálf og lífið í kring um okkur og gangast við að hvert líf skiptir máli, hver hvalur skiptir máli, hver ákvörðun skiptir máli? Líf kálfsins sem var hrifsaður úr móðurkviði skiptir máli. Ef svarið er það síðarnefnda þá eru siðferðislegu spurningarnar svo sannarlega auðveldar. Og sú ákvörðun að bjarga hverjum einasta hval auðveld. Eins og fagráðið komst að niðurstöðu um - það er ekki hægt að veiða langreyðar á mannúðlegan hátt. Þessi stund ákvörðunar, er stund sem bæði Ísland og alþjóðasamfélagið mun þurfa að melta í langan tíma. Eins og súr hvalur sem enginn vill í raun borða en er samt á disknum fyrir framan okkur, og við verðum að ákveða hvað við ætlum að gera fyrir hvalina, okkur sjálf og framtíð okkar. Hvalveiðiþversögnin er hin eðlislæga mótsögn í heimsmynd grundaða í nytjahyggju til móts við heimsmynd grundaða í siðfræði Kants. Ef þú trúir því að ákvarðanir þínar skipti máli þá er bann við hvalveiðum sú eina siðferðislega og heimspekilega rétta ákvörðun sem við getum tekið. Aðgerðir allra þeirra á Íslandi sem börðust fyrir hvalina þetta árið hafa mögulega bjargað 125 lífum. Það er nefnilega ekki nóg að tala einungis fyrir heldur verðum við líka að aðhafast fyrir hönd dýranna. Hvert og eitt þeirra. Höfundur er heimildamyndagerðarmaður og meðleikstjóri Anahitu Babaei við gerð myndarinnar The Last Whaling Station. Hann og Anahita hafa einnig tekið þátt í að koma á laggirnar herferð til að stöðva hvalveiðar á Íslandi í ár.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar