Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar Willum Þór Þórsson skrifar 2. október 2023 13:00 Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar