Jóni Steinari svarað Sævar Þór Jónsson skrifar 1. október 2023 13:00 Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Tengdar fréttir Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01 Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31 Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður.
Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01
Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun