Enski boltinn

Wat­kins af­­greiddi Brig­hton á sjö mínútum í stórsigri Aston Villa

Siggeir Ævarsson skrifar
Elementary, my dear Watson!
Elementary, my dear Watson! Vísir/Getty

Aston Villa fór létt með Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Brighton höfðu verið á miklu flugi og unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan. Ollie Watkins gerði nánast út um leikinn með tveimur mörkum á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Watkins kom Villa yfir á 14. mínútu og bætti við öðru marki strax á 21. Villa komust svo í 3-0 á 26. mínútu þegar Pervis Esutpinan skoraði sjálfsmark.

Brighton fengu líflínu í upphafi síðari hálfleiks þegar Ansu Fati minnkaði muninn en Watkins kórónaði frammistöðu sína með því að fullkomna þrennu sína á 65. mínútu og var þá fokið í flest skjól fyrir gestina. 

Fyrir leikinn var Watkins með verstu xG tölfræði allra leikmanna deildarinnar. Lokatölur á Villa Park 6-1 þar sem Douglas Louiz smellti síðasta naglanum í líkkistu Brighton í uppbótartíma. Aston Villa skýst upp í 3. sætið, upp fyrir Brighton en bæði lið eru með 15 stig eftir sjö leiki.

Þetta var fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni en kl. 14:00 eru sex leikir á dagskrá og þrír þeirra verða í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×