Sannfærandi sigur Arsenal gegn Bournemouth Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 16:31 Varnarmaðurinn Ben White fagnar marki sínu sem kom í uppbótartíma í dag. Vísir/Getty Arsenal áttu ekki í miklum vandræðum með Bournemouth á útivelli í dag og unnu sannfærandi 0-4 sigur. Lewis Jones, tippsérfræðingur Sky Sports, hafði spáð því að Bournemouth myndu gera Arsenal erfitt fyrir og að fá mörk yrðu skoruð en sú spá gekk engan veginn upp. Heimamenn voru ekki beinlínis að auðvelda sér lífið með því að gefa Arsenal tvær vítaspyrnur í leiknum. Arsenal menn deildu markaskoruninni bróðurlega á milli sín í dag. Saka kom þeim á bragðið á 17. mínútu og Ødegaard tvöfaldaði forskotið fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Ben White innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Arsenal því með 17 stig í öðru sæti deildarinnar og enn taplausir, aðeins stigi á eftir Manchester City sem töpuðu sínum fyrsta leik gegn Wolves í dag. Enski boltinn
Arsenal áttu ekki í miklum vandræðum með Bournemouth á útivelli í dag og unnu sannfærandi 0-4 sigur. Lewis Jones, tippsérfræðingur Sky Sports, hafði spáð því að Bournemouth myndu gera Arsenal erfitt fyrir og að fá mörk yrðu skoruð en sú spá gekk engan veginn upp. Heimamenn voru ekki beinlínis að auðvelda sér lífið með því að gefa Arsenal tvær vítaspyrnur í leiknum. Arsenal menn deildu markaskoruninni bróðurlega á milli sín í dag. Saka kom þeim á bragðið á 17. mínútu og Ødegaard tvöfaldaði forskotið fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Ben White innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Arsenal því með 17 stig í öðru sæti deildarinnar og enn taplausir, aðeins stigi á eftir Manchester City sem töpuðu sínum fyrsta leik gegn Wolves í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti