Enski boltinn

Chelsea væri búið að vinna alla leikina sína ef farið væri eftir XG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Stirling og félagar í Chelsea hafa ekki haft heppnina með sér upp við mark mótherjanna.
Raheem Stirling og félagar í Chelsea hafa ekki haft heppnina með sér upp við mark mótherjanna. EPA-EFE/NEIL HALL

Chelsea situr í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sex leiki og nær því ekki að skora eitt mark í leik.

Liðið hefur aðeins náð í fimm stig af átján mögulegum og skorað fimm mörk í þessum sex leikjum. Einn sigur í sex leikjum og þrjú töp.

Tölfræðin sýnir þó að staðan ætti að vera allt önnur hjá Chelsea liðinu.

Í raun eru bara tvö lið sem væru með fullt hús ef farið væri eftir XG áætluðum skoruðum mörkum.

Manchester City er með fullt hús og væri með það líka ef farið væri eftir XG.

Hitt liðið er Chelsea sem er búið að vinna XG tölfræðina í öllum sex leikjunum.

Chelsea var með 1,31 í XG í jafntefli á móti Liverpool (1,23).

Chelsea var með 2,34 í XG í 3-1 tapi á móti West Ham (1,96).

Chelsea var með 2,17 í XG í 3-0 sigri á Luton (0,43).

Chelsea var með 2,07 í XG í 1-0 tapi á móti Nottingham Forest (0,70).

Chelsea var með 1,73 í XG í markalausu jafntefli á móti Bournemouth (1,16).

Chelsea var með 1,54 í XG í 1-0 tapi á móti Aston Villa (1,12).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×