Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 08:56 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace. Vísir/Einar Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna. Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna.
Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira