Krónan á Granda opnuð á ný í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 12:36 Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda og Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar í hinni endurbættu verslun. Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. „Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina. Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina.
Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira