Óli tölva segir enga hættu stafa af iPhone 12 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. september 2023 00:04 Ólafur Kristjánsson hefur hlotið viðurnefnið Óli tölva. Bylgjan Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva eins og hann er gjarnan kallaður, segir enga ættu stafa af farsímanum iPhone 12, en frönsk stjórnvöld felldu snjallsímann nýlega á geislunarprófi. Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira