Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 12:21 Þeir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, Ásgeir Jónsson Seðlabankanstjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika bera saman bækur sínar á fundi fjármálastöðugleikarnefndar. Vísir/Einar Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira