Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 16:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan. Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan.
Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira