Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 19. september 2023 15:31 Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Þessi mikla og góða vinna hefur hvorki farið hátt né verið slegið upp í fyrirsögnum fjölmiðla en um er að ræða rúmlega 4 milljarða króna fjárfestingu í bættu starfsumhverfi, bættu faglegu skipulagi innan leikskólans og bættri starfsaðstöðu. Það er fyrir utan viðhald og endurbætur mannvirkja, nýjar Ævintýraborgir og launahækkanir sem komið hafa fram í kjarasamningum. Það er miður hvað umræðan hefur takmarkast við afleiðingar brýnna viðhaldsverkefna, viðhalds vegna rakavandamála og þeirri erfiðu og viðkvæmu stöðu að geta ekki brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eins hratt og áætlanir gerðu ráð fyrir eins og skýr vilji stendur til. Sjö ára uppbótartími í átt að betra starfsumhverfi Árið 2016 varStarfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík,skipaður, til rýna stöðuna og skilaði af sér umfangsmiklum tillögum í febrúar 2018 en í honum voru fulltrúar fagfólks úr skólasamfélaginu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjörnir fulltrúar og aðrir hagaðilar á leikskólastiginu. Til að reyna sporna við vanda mönnunar, og til að viðhalda endurnýjun í stéttinni, lögðust menn á eitt við að skoða hvar sóknarfærin lágu en markmiðið hópsins var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að bæta starfsumhverfi leikskólakennara, auka stuðning við fagsétt þeirra, fjölga þeim og skoða leikskólakennaranámið. Áfram hélt vinnan og mikilvæg skýrsla umUmbætur og skipulag leikskólastarfs leit dagsins ljós árið 2021, markmið var að skoða leiðir til að tryggja fagmennsku í leikskólum, draga úr álagi á börn og starfsfólk og auka gæði leikskólastarfs með þarfir barna í huga. Á sama tíma hófst innleiðing á styttingu vinnuvikunnar og voru miklar vonir bundnar við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. 4 milljarða króna fjárfesting Hvar eru þessir fjórir milljarðar króna niður komnir? Þeir sjást ekki í mannvirkjum, búnaði eða tækjum - heldur eru samofnir starfsumhverfinu, mannauðnum sem þar vinnur og bættri starfsaðstöðu. Stærstu breytingarnar voru að rými barna inni á leikskólanum var aukið, stöðugildum fyrir 4 ára og 5 ára börn var fjölgað, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara var aukinn. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur um að efla faglegt innra starf leikskólans, draga úr álagi og tryggja svigrúm til undirbúnings. Fjármagni var veitt til heilsueflingar og eflingu liðsheildar. Heimild hefur verið veitt til að fella niður leikskólagjöld á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarfríum, sem gerir stjórnendum kleift að gefa starfsmönnum frí og gera starfsumhverfið samhliða fjölskylduvænna. Úthlutun vegna veikinda afleysinga var breytt úr stöðugildum í fjármagn. Fjárheimildir voru veittar til þess að minnka vinnuskyldu eldri starfsmanna til halda í þekkingu en skapa meiri sveigjanleika. Móttaka nýliða var efld til að koma til móts við aukið ákall um stuðning við fagstéttina, til að auka stöðugleika í starfsmannahópnum og minnka starfsmannaveltu. Stuðningur var aukinn við nýja leikskólakennara, boðið var upp á handleiðslu fyrir leikskólakennara vegna erfiðra mála í starfi en með Betri borg fyrir börn var stoðþjónusta leikskóla færð nær leikskólanum en áður. Átak í kynningu á námi og starfi Víðtækt átak var gert til að kynna námið, starfsumhverfið og koma með fjölbreyttar námsleiðir í von um að auka umsóknir í námið. Bæði voru gerð kynningarmyndbönd, störf á Skóla- og frístundasviði kynnt á Framadögum og innan nemenda Háskóla Íslands. Viðurkenningar eru veitt fyrir meistaraverkefni til að vekja athygli á störfum leikskólans. Þetta átak hefur borið árangur en aðsókn í nám í leikskólakennarafræði hefur aukist á síðustu árum. Nýjasta viðbótin er ný námsleið sem hófst í haust, fagháskólanám í leikskólafræði, fyrir fólk með umtalsverða reynslu af störfum í leikskóla en er án kennsluréttinda. Hækkun launa, sveigjanleiki til starfsþróunar og stytting vinnuviku Starfsfólki er veittur margvíslegur sveigjanleiki til starfsþróunar, leiðir til viðurkenningar í starfi og áfangar. Sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólakennararéttindi voru settar í gang. Laun hafa hækkað fyrir alla starfshópa jafnt og þétt og sérstök áhersla á hækkun lægstu launanna. Í dag er grunnlaun leikskólakennara á pari við grunnlaun grunnskólakennara. Við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru bundnar miklar vonir við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun, samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. Niðurstöður úr könnun stofnunar ársins 2022 eru 66% svarenda mjög eða frekar ánægðir með styttinguna en einungis 19,7%% eru frekar eða mjög óánægðir. Glíman við mannekluna viðvarandi verkefni Mikilvægt er að hlúa að starfsfólkinu og þar sem mönnum er viðvarandi verkefni leikskólans var brýnt að skoða skipulag leikskóla og koma með tillögur til frekari umbóta á starfsumhverfi einmitt til að halda í gott starfsfólk, hlusta á fagfólkið á gólfinu og gera leikskólastarf af eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Ein leiðin sem lögð var til á síðasta kjörtímabili var að stytta dvalartíma leikskólans en reynsla hafði komist á skertan opnunartíma vegna Covid. Umdeild ákvörðun og ekki yfir gagnrýni hafin. Niðurstöður úr spurningakönnun til stjórnenda leikskóla sýndi óyggjandi ávinnig bæði starfsfólks og stjórnenda af styttingu dvalartíma en starfsfólk var glaðara og ánægðara, minna um veikindi, vinnustaðurinn varð fjölskylduvænni, minna álag á starfsfólk og stjórnendur, auðveldara varð að skipuleggja starfsemina, fleiri hendur með börnin í upphafi dags og mönnun varð auðveldari. Ný afleysingastofa Reykjavíkurborgar hefur tekið til starfa einmitt til að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum og fara nýjar leiðir í mönnun á starfsstöðum borgarinnar eins og leiksskólans. Samfylkingin stóð með starfsumhverfi og starfsfólki leikskólans Undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsaðila í meirihlutanum var tekin pólitísk ákvörðun fyrst eftir hrun að forgangsraða málefnum leikskólans þannig að fyrst um sinn var staðið vörð um mikilvæga grunnþjónustu og störfin varin. Þegar betur áraði var tekin ákvörðun um að hlúa að starfsfólkinu, betrumbæta starfsumhverfið, gefa stjórnendum fleiri verkfæri til stjórnunar og starfseflingar, hlúa að endurmenntun og starfsþróun starfsmanna, auka rými barna í leikskólanum, greiða fleiri undirbúningstíma og auka stuðning við stjórnendur og starfsfólk. Laun allra starfshópa voru hækkuð og að lokum ráðist í Brúm bilið, sem fólst í að fjárfesta í nýjum leikskólum samhliða að ráðast í endurbætur og viðhald. Viðhaldsverkefni hafa orðið umfangsmeiri en til stóð í upphafi en 363 pláss eru í bið vegna viðhalds, áætlanir gera ráð fyrir að 265 af þeim losni á næsta ári. Vegna þessa hefur aðgerðaáætlun Brúum bilið seinkað og samhliða hafa orðið tafir á framkvæmdum við opnun nýrra leikskóla en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að í fyrra opnuðu 6 nýir leikskólar með tæplega 600 ný pláss - sem er meiri fjölgun en nokkur dæmi eru um í 90 ára sögu leikskólastarfs í Reykjavík. Næsti áfangi Brúum bilið eru 800 pláss með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla og fjölgun hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Takk fyrir þolinmæði og seiglu í starfi Það er kominn tími til að tala upp leikskólastarfið í Reykjavík, allt það frábæra starf sem unnið er víða um borgina okkar. Sú þrotlausa vinna sem unnin hefur verið af fagfólkinu okkar er í senn þakkarverð enda hefur Reykjavíkurborg lagt mikið upp úr að halda í gott starfsfólk og valdefla það sem fyrir er. Það er aðdáunarvert hvað leikskólastjórar og starfsfólk hafa náð að mæta þörfum barnanna í borginni á erfiðum tíma framkvæmda og viðhalds og vil ég þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni og fólkinu okkar í stjórnkerfinu sem annast þennan málaflokk fyrir gríðarlegan dugnað, elju, sveigjanleika og fagmennsku í þungu árferði. Á sama tíma finn ég til með foreldrum sem bíða eftir plássi og tek innilega undir áhyggjur þeirra og vanmátt. Við erum á réttri leið, þessi mikla vinna og fjárfesting í að bæta starfsumhverfi leikskólans með jafn markvissum hætti og reifað hefur verið hérna á sér fáa hliðstæðu. Með því að hlúa að starfsumhverfinu, starfsfólkinu og stjórnendum gerum við vinnustaðinn eftirsóknaverðan og ákjósanlegan starfsvettvang bæði fyrir nýja starfsmenn og þá sem unnið hafa í lengri tíma. Besta af öllu væri þó lenging fæðingarorlofsins en það yrði mikið heillaspor fyrir fjölskyldur í landinu og samfélagið allt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Þessi mikla og góða vinna hefur hvorki farið hátt né verið slegið upp í fyrirsögnum fjölmiðla en um er að ræða rúmlega 4 milljarða króna fjárfestingu í bættu starfsumhverfi, bættu faglegu skipulagi innan leikskólans og bættri starfsaðstöðu. Það er fyrir utan viðhald og endurbætur mannvirkja, nýjar Ævintýraborgir og launahækkanir sem komið hafa fram í kjarasamningum. Það er miður hvað umræðan hefur takmarkast við afleiðingar brýnna viðhaldsverkefna, viðhalds vegna rakavandamála og þeirri erfiðu og viðkvæmu stöðu að geta ekki brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eins hratt og áætlanir gerðu ráð fyrir eins og skýr vilji stendur til. Sjö ára uppbótartími í átt að betra starfsumhverfi Árið 2016 varStarfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík,skipaður, til rýna stöðuna og skilaði af sér umfangsmiklum tillögum í febrúar 2018 en í honum voru fulltrúar fagfólks úr skólasamfélaginu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjörnir fulltrúar og aðrir hagaðilar á leikskólastiginu. Til að reyna sporna við vanda mönnunar, og til að viðhalda endurnýjun í stéttinni, lögðust menn á eitt við að skoða hvar sóknarfærin lágu en markmiðið hópsins var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að bæta starfsumhverfi leikskólakennara, auka stuðning við fagsétt þeirra, fjölga þeim og skoða leikskólakennaranámið. Áfram hélt vinnan og mikilvæg skýrsla umUmbætur og skipulag leikskólastarfs leit dagsins ljós árið 2021, markmið var að skoða leiðir til að tryggja fagmennsku í leikskólum, draga úr álagi á börn og starfsfólk og auka gæði leikskólastarfs með þarfir barna í huga. Á sama tíma hófst innleiðing á styttingu vinnuvikunnar og voru miklar vonir bundnar við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. 4 milljarða króna fjárfesting Hvar eru þessir fjórir milljarðar króna niður komnir? Þeir sjást ekki í mannvirkjum, búnaði eða tækjum - heldur eru samofnir starfsumhverfinu, mannauðnum sem þar vinnur og bættri starfsaðstöðu. Stærstu breytingarnar voru að rými barna inni á leikskólanum var aukið, stöðugildum fyrir 4 ára og 5 ára börn var fjölgað, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara var aukinn. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur um að efla faglegt innra starf leikskólans, draga úr álagi og tryggja svigrúm til undirbúnings. Fjármagni var veitt til heilsueflingar og eflingu liðsheildar. Heimild hefur verið veitt til að fella niður leikskólagjöld á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarfríum, sem gerir stjórnendum kleift að gefa starfsmönnum frí og gera starfsumhverfið samhliða fjölskylduvænna. Úthlutun vegna veikinda afleysinga var breytt úr stöðugildum í fjármagn. Fjárheimildir voru veittar til þess að minnka vinnuskyldu eldri starfsmanna til halda í þekkingu en skapa meiri sveigjanleika. Móttaka nýliða var efld til að koma til móts við aukið ákall um stuðning við fagstéttina, til að auka stöðugleika í starfsmannahópnum og minnka starfsmannaveltu. Stuðningur var aukinn við nýja leikskólakennara, boðið var upp á handleiðslu fyrir leikskólakennara vegna erfiðra mála í starfi en með Betri borg fyrir börn var stoðþjónusta leikskóla færð nær leikskólanum en áður. Átak í kynningu á námi og starfi Víðtækt átak var gert til að kynna námið, starfsumhverfið og koma með fjölbreyttar námsleiðir í von um að auka umsóknir í námið. Bæði voru gerð kynningarmyndbönd, störf á Skóla- og frístundasviði kynnt á Framadögum og innan nemenda Háskóla Íslands. Viðurkenningar eru veitt fyrir meistaraverkefni til að vekja athygli á störfum leikskólans. Þetta átak hefur borið árangur en aðsókn í nám í leikskólakennarafræði hefur aukist á síðustu árum. Nýjasta viðbótin er ný námsleið sem hófst í haust, fagháskólanám í leikskólafræði, fyrir fólk með umtalsverða reynslu af störfum í leikskóla en er án kennsluréttinda. Hækkun launa, sveigjanleiki til starfsþróunar og stytting vinnuviku Starfsfólki er veittur margvíslegur sveigjanleiki til starfsþróunar, leiðir til viðurkenningar í starfi og áfangar. Sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólakennararéttindi voru settar í gang. Laun hafa hækkað fyrir alla starfshópa jafnt og þétt og sérstök áhersla á hækkun lægstu launanna. Í dag er grunnlaun leikskólakennara á pari við grunnlaun grunnskólakennara. Við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru bundnar miklar vonir við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun, samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. Niðurstöður úr könnun stofnunar ársins 2022 eru 66% svarenda mjög eða frekar ánægðir með styttinguna en einungis 19,7%% eru frekar eða mjög óánægðir. Glíman við mannekluna viðvarandi verkefni Mikilvægt er að hlúa að starfsfólkinu og þar sem mönnum er viðvarandi verkefni leikskólans var brýnt að skoða skipulag leikskóla og koma með tillögur til frekari umbóta á starfsumhverfi einmitt til að halda í gott starfsfólk, hlusta á fagfólkið á gólfinu og gera leikskólastarf af eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Ein leiðin sem lögð var til á síðasta kjörtímabili var að stytta dvalartíma leikskólans en reynsla hafði komist á skertan opnunartíma vegna Covid. Umdeild ákvörðun og ekki yfir gagnrýni hafin. Niðurstöður úr spurningakönnun til stjórnenda leikskóla sýndi óyggjandi ávinnig bæði starfsfólks og stjórnenda af styttingu dvalartíma en starfsfólk var glaðara og ánægðara, minna um veikindi, vinnustaðurinn varð fjölskylduvænni, minna álag á starfsfólk og stjórnendur, auðveldara varð að skipuleggja starfsemina, fleiri hendur með börnin í upphafi dags og mönnun varð auðveldari. Ný afleysingastofa Reykjavíkurborgar hefur tekið til starfa einmitt til að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum og fara nýjar leiðir í mönnun á starfsstöðum borgarinnar eins og leiksskólans. Samfylkingin stóð með starfsumhverfi og starfsfólki leikskólans Undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsaðila í meirihlutanum var tekin pólitísk ákvörðun fyrst eftir hrun að forgangsraða málefnum leikskólans þannig að fyrst um sinn var staðið vörð um mikilvæga grunnþjónustu og störfin varin. Þegar betur áraði var tekin ákvörðun um að hlúa að starfsfólkinu, betrumbæta starfsumhverfið, gefa stjórnendum fleiri verkfæri til stjórnunar og starfseflingar, hlúa að endurmenntun og starfsþróun starfsmanna, auka rými barna í leikskólanum, greiða fleiri undirbúningstíma og auka stuðning við stjórnendur og starfsfólk. Laun allra starfshópa voru hækkuð og að lokum ráðist í Brúm bilið, sem fólst í að fjárfesta í nýjum leikskólum samhliða að ráðast í endurbætur og viðhald. Viðhaldsverkefni hafa orðið umfangsmeiri en til stóð í upphafi en 363 pláss eru í bið vegna viðhalds, áætlanir gera ráð fyrir að 265 af þeim losni á næsta ári. Vegna þessa hefur aðgerðaáætlun Brúum bilið seinkað og samhliða hafa orðið tafir á framkvæmdum við opnun nýrra leikskóla en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að í fyrra opnuðu 6 nýir leikskólar með tæplega 600 ný pláss - sem er meiri fjölgun en nokkur dæmi eru um í 90 ára sögu leikskólastarfs í Reykjavík. Næsti áfangi Brúum bilið eru 800 pláss með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla og fjölgun hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Takk fyrir þolinmæði og seiglu í starfi Það er kominn tími til að tala upp leikskólastarfið í Reykjavík, allt það frábæra starf sem unnið er víða um borgina okkar. Sú þrotlausa vinna sem unnin hefur verið af fagfólkinu okkar er í senn þakkarverð enda hefur Reykjavíkurborg lagt mikið upp úr að halda í gott starfsfólk og valdefla það sem fyrir er. Það er aðdáunarvert hvað leikskólastjórar og starfsfólk hafa náð að mæta þörfum barnanna í borginni á erfiðum tíma framkvæmda og viðhalds og vil ég þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni og fólkinu okkar í stjórnkerfinu sem annast þennan málaflokk fyrir gríðarlegan dugnað, elju, sveigjanleika og fagmennsku í þungu árferði. Á sama tíma finn ég til með foreldrum sem bíða eftir plássi og tek innilega undir áhyggjur þeirra og vanmátt. Við erum á réttri leið, þessi mikla vinna og fjárfesting í að bæta starfsumhverfi leikskólans með jafn markvissum hætti og reifað hefur verið hérna á sér fáa hliðstæðu. Með því að hlúa að starfsumhverfinu, starfsfólkinu og stjórnendum gerum við vinnustaðinn eftirsóknaverðan og ákjósanlegan starfsvettvang bæði fyrir nýja starfsmenn og þá sem unnið hafa í lengri tíma. Besta af öllu væri þó lenging fæðingarorlofsins en það yrði mikið heillaspor fyrir fjölskyldur í landinu og samfélagið allt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun