Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2023 21:41 Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Fyrir aftan sér niður í Geirþjófsfjörð. Egill Aðalsteinsson Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar ekið var upp á heiðina framhjá Hótel Flókalundi. Þar birtist vegfarendum núna ánægjuleg viðbót því búið er að leggja slitlag upp með ánni Pennu á endurbættan kafla, en í sama vegstæði, sem gæti frestað deilum um nýja veglínu um friðland Vatnsfjarðar. Rúmt ár er frá því malbikið kom ofar, á nýja kaflann upp Pennusneiðing, og núna gæti farið að styttast í næstu áfanga efst á heiðinni. Rétt um ár er liðið frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við næsta verkhluta sem hiklaust má telja einhverja erfiðustu vegagerð á Íslandi. Hér er hæsti hluti Dynjandisheiðar í 500 metra hæð yfir sjávarmálið. Nýi vegurinn til vinstri. Fjær sést niður í Arnarfjörð.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsmaður verksins fyrir Vegagerðina, Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís, segir frostið helstu áskorunina. Svona hátt uppi, í fjögur- til fimmhundruð metra hæð yfir sjávarmáli, frysti yfirleitt snemma á haustin. „Þetta hefur gengið mjög vel núna undanfarið. Það var erfitt í vetur og sérstaklega í vor þegar var frost bara langt fram eftir maí og frost í jarðvegi alveg fram í júní. Þá var þetta svolítið erfitt,“ segir Jóhann Birkir. Að ekki sé ekki minnst á stórviðrin sem 22 manna vinnuflokkur Suðurverks undir stjórn Screckos Knezevic hefur sannarlega þurft að glíma við. Screcko Knezevic, verkstjóri hjá Suðurverki.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mjög erfitt vinnusvæði. Þetta er svo langur vetur og harður vetur. Það er erfitt fyrir alla, mannskap og Vegagerðina. Að halda opnum veginum og koma mannskap upp og vinna. En þetta samt gengur og við reynum að halda okkur áfram hérna,“ segir Screcko, sem segist vera frá fyrrum Júgóslavíu og hafa starfað hjá Suðurverki í fimmtán ár. Miklar sprengingar og jarðvegsflutningar eru að baki við mótun nýs vegstæðis á þriggja kílómetra kafla í skeringu um Vatnahvilft undir Botnshesti. Sprengt fyrir nýju vegstæði undir Botnshesti ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Svo erum við að koma hérna niður Botnshestinn, sem er líka mjög erfiður og miklar sprengingar, og vonandi að næstu þá kannski sex kílómetrarnir verði þá einfaldari,“ segir eftirlitsmaðurinn Jóhann. Vegarkaflinn sem Suðurverk vinnur er alls 12,6 kílómetra langur en áfangaskiptur. Vegagerðin er á köflum komin það langt að það virðist stutt í að einhverjir þeirra klárist. „Já, fyrsti kaflinn er tilbúinn undir burðarlag og styrktarlag. Það er bara verið að vinna það í námu núna,“ segir Jóhann og vonast til að unnt verði að keyra það út í þessari viku. En verður hægt að opna hluta vegarins jafnvel fyrir þennan vetur? Í Hærri-Vatnahvilft undir Botnshesti. Neðarlega til hægri er verið að sprengja fyrir nýju vegstæði ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Það væri óskandi. En það er bara komið núna fram í september og ekki víst að það verði hægt að klæða,“ svarar Jóhann. Það er þó enn smávon um að það takist að opna fjögurra kílómetra kafla um hæsta hluta heiðarinnar og niður í Vatnahvilft. „Það er alveg hugsanlegt að það væri hægt. Ef að septembermánuður verður okkur hagstæður, - og fram í október,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar ekið var upp á heiðina framhjá Hótel Flókalundi. Þar birtist vegfarendum núna ánægjuleg viðbót því búið er að leggja slitlag upp með ánni Pennu á endurbættan kafla, en í sama vegstæði, sem gæti frestað deilum um nýja veglínu um friðland Vatnsfjarðar. Rúmt ár er frá því malbikið kom ofar, á nýja kaflann upp Pennusneiðing, og núna gæti farið að styttast í næstu áfanga efst á heiðinni. Rétt um ár er liðið frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við næsta verkhluta sem hiklaust má telja einhverja erfiðustu vegagerð á Íslandi. Hér er hæsti hluti Dynjandisheiðar í 500 metra hæð yfir sjávarmálið. Nýi vegurinn til vinstri. Fjær sést niður í Arnarfjörð.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsmaður verksins fyrir Vegagerðina, Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís, segir frostið helstu áskorunina. Svona hátt uppi, í fjögur- til fimmhundruð metra hæð yfir sjávarmáli, frysti yfirleitt snemma á haustin. „Þetta hefur gengið mjög vel núna undanfarið. Það var erfitt í vetur og sérstaklega í vor þegar var frost bara langt fram eftir maí og frost í jarðvegi alveg fram í júní. Þá var þetta svolítið erfitt,“ segir Jóhann Birkir. Að ekki sé ekki minnst á stórviðrin sem 22 manna vinnuflokkur Suðurverks undir stjórn Screckos Knezevic hefur sannarlega þurft að glíma við. Screcko Knezevic, verkstjóri hjá Suðurverki.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mjög erfitt vinnusvæði. Þetta er svo langur vetur og harður vetur. Það er erfitt fyrir alla, mannskap og Vegagerðina. Að halda opnum veginum og koma mannskap upp og vinna. En þetta samt gengur og við reynum að halda okkur áfram hérna,“ segir Screcko, sem segist vera frá fyrrum Júgóslavíu og hafa starfað hjá Suðurverki í fimmtán ár. Miklar sprengingar og jarðvegsflutningar eru að baki við mótun nýs vegstæðis á þriggja kílómetra kafla í skeringu um Vatnahvilft undir Botnshesti. Sprengt fyrir nýju vegstæði undir Botnshesti ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Svo erum við að koma hérna niður Botnshestinn, sem er líka mjög erfiður og miklar sprengingar, og vonandi að næstu þá kannski sex kílómetrarnir verði þá einfaldari,“ segir eftirlitsmaðurinn Jóhann. Vegarkaflinn sem Suðurverk vinnur er alls 12,6 kílómetra langur en áfangaskiptur. Vegagerðin er á köflum komin það langt að það virðist stutt í að einhverjir þeirra klárist. „Já, fyrsti kaflinn er tilbúinn undir burðarlag og styrktarlag. Það er bara verið að vinna það í námu núna,“ segir Jóhann og vonast til að unnt verði að keyra það út í þessari viku. En verður hægt að opna hluta vegarins jafnvel fyrir þennan vetur? Í Hærri-Vatnahvilft undir Botnshesti. Neðarlega til hægri er verið að sprengja fyrir nýju vegstæði ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Það væri óskandi. En það er bara komið núna fram í september og ekki víst að það verði hægt að klæða,“ svarar Jóhann. Það er þó enn smávon um að það takist að opna fjögurra kílómetra kafla um hæsta hluta heiðarinnar og niður í Vatnahvilft. „Það er alveg hugsanlegt að það væri hægt. Ef að septembermánuður verður okkur hagstæður, - og fram í október,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11