Nýir símar, úr og heyrnartól Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 23:16 Tim Cook, forstjóri Apple á kynningunni í dag. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum. iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði. Apple Tækni Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira