„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 10:39 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir segir stöðuna í leikskólamálum ekki góða. vísir/egill Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt. Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt.
Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent