Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 15:47 Gestir á Glastonbury-tónlistarhátðinni anda að sér hlátursgasi úr blöðrum árið 2019. Neysla gassins verður bönnuð í Bretlandi frá og með áramótum. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar. Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar.
Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08